Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 41
36
Jón Helgason:
Prestafclagsritia.
og auk þess »kið heilaga mál«, sem öll guðsþjónusta í
kirkjum fór fram á, (aðeins i prédikunum, þar sem þær
voru flultar í guðsþjónustunum, fékk móðurmálið að
komast að). Sennilega hafa námsmenn verið æfðir í að
tala latínu og þegar frá leið má gera ráð fyrir, að kenslan
hafi beint farið fram á latínu. »Versagerðitu<. (versificatura)
var einn liður í latínunáminu (í líkingu við »latneska
stílinn« síðar), en jafnframt iðkuð til gamans, því það
þótti heiður og vottur mikils lærdóms, er klerkar voru
leilcnir í að yrkja á latínu. Kunnugt er úr sögu Láren-
tíusar Kálfssonar hve mikilli leikni Lárentíus hafði náð í
þeirri list, en hitt jafnframt hve Jörundur erlcibiskup lét
sér fátt um finnast þá leikni hans, og hversu hann taldi
prestum meiri þörf að kynnast sem bezt kirkjunnar lög-
um, en að iðka versagerð. Við latneska námið í skóla
Jóns Ögmundssonar hefir að líkindum einkum verið not-
uð hin latneska biblíuþýðing Vulgata (og þá um leið unn-
ist tvent i einu: að kenna námsmönnum latínu og að
kynna þá helgum ritningum), eitthvað af ritum kirkju-
feðra (t. a. m. hirðisregla heilags Gregoríusar milda —
regula pastoralis), latneskar homilíur og helgra manna
sögur. Þó hafa einnig veraldlegar bækur borist upp í
hendur námsmanna þar í skólanum og það enda bækur,
sem sízt gátu hollar talist í höndum unglinga. Svo er t.
d. sagt frá þvi í heimildum vorum, að eitt sinn hafi
biskup komið að einum námssveina, þar sem hann var
sokkinn niður í lestur eins af ritum »meistara Ovidíi«,
þar sem ræðir um kvenna ástir. Það var m. ö. o. hið al-
kunna rit »De arte amatoria« eftir Ovidius og pilturinn
var Klængur þorsteinsson, sá er síðar varð biskup í Skál-
holti. Sem geta má nærri féll biskupi þetta mjög illa og
fyrirbauð hann honum lesturinn svo sem óhollan »manns-
ins breysklegri náttúru«.
Mikil áhersla hefir og verið lögð á söngnámið, slíkt
meginatriði sem söngurinn var við flutning helgra tíða í
guðsþjónustunni, og slíkt sem ávalt hefir verið áhrifaafl