Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 42
Prcstafélagsritið.
Jón Ögmundsson.
37
og töframáttur sönglistarinnar til að vekja sálirnar, verma
og lyfta upp yfir dagstritið og umsvif lifsins, og gera þær
viðurtækilegar fyrir áhrifin að ofan. Sjálfur hafði Jón
biskup vafalaust reynt þennan töframátt hins fagra tíða-
söngs til sálubótaáhrifa á ferðum sínum erlendis, og þá
ekki sízt í kirkjum þeirra Klúnýmanna á Frakklandi. Það
er þá líka eftirtektarvert, að Jón biskup fær hingað ein-
mitt frakkneskan mann, þar sem Ríkini var, mann sem
að líkindum hafði alist upp við hinn fagra og hrífandi
kirkjusöng Klúnýmanna, til þess meðfram að kenna presta-
efnum sönglist. En það sýnir hvorttveggja í senn mikinn
áhuga Jóns biskups á því að fegra sem mest guðsþjón-
ustuna, og skilning hans á alveg sérstakri þýðingu söng-
listarinnar, til þess að hafa áhrif til sálubóta á mennina,
— Jón Ögmundsson verður fyrstur til að vekja kirkju-
lega sönglist á landi hér, — slcilning sem katólsk kirkja
hefir ávalt verið mun ríkari af en mótmælendakirkjurnar,
að ólöstuðu þó því mikla verki, sem þar hefir verið unn-
ið í því skyni, að gera guðsþjónustuna fyllri, heitari og
áhrifarikari með fögrum sálmasöng.
Skólalifið á Hólum á dögum Jóns Ögmundssonar hefir,
að því er vér bezt fáum séð, verið hið allra fegursta.
Gefur Gunnlaugur munkur því svofeldan vitnisburð: »Hér
mátti sjá um öll hús biskupsstólsins mikla iðn ogalhöfn;
sumir lásu heilagar ritningar, sumir rituðu, sumir sungu,
sumir námu, sumir kendu. Engi var öfund þeirra á milli
né sundurþykki, enginn ágangur eða þrælni, hver vildi
annan sér meiri háttarcc. Pessi fagri vitnisburður sýnir,
hve góður andi hefir ríkt í skólanum, og þarf sizt getur
að því að leiða, að sá góði andi hafi ekki verið að þakka
neinni fyrirmyndarreglugerð skólans, heldur hinu, í hve
góðra manna höndum kenslan var, og þá umfram alt
áhrifamanna, sem höfðu skilning á þungvægi starfsins og
kærleika til þess og þeirra, sem þess áttu að njóta. Og
hin hollu áhrif frá skólanum bárust svo með lærisvein-
unum út um allar sveitir norðanlands, svo að talið er,