Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 43
38
Jón Helgason:
Prestafélagsrilið.
að kirkjulegt líf — og þá um leið bæði trúarlegt og siðferði-
legt líf — hafi ekki staðið með meiri blóma í annað sinn
á Norðurlandi en um daga Jóns biskups. Margir hinna
ungu manna, sem þar iðkuðu nám, urðu síðar í mörgu
tilliti mestu upphaldsmenn íslenzkrar kristni, svo sem
þeir báðir Hólabiskuparnir, er síðar urðu, Ketill Þorsteins-
son og Björn Gilsson, og eins Ivlængur Porsteinsson Skál-
holtsbiskup; enn mætti nefna þá ábótana báða, Vilmund,
er fyrst tók ábótadæmi á Þingeyrum, og Hrein, er lók við
ábótadæmi af næsla eftirmanni Vilmundar. Ef til vill
hefir Björn Gilsson hinn yngri, bróðir samnefnds biskups,
sá er fj'rstur varð ábóti á Pverá, einnig verið lærður á
Hólum í tíð Jóns biskups, þótt sönnur verði ekki færðar
á það.
í skóla Jóns biskups voru ekki sveinar einir saman,
heldur var þar og kona ein skagfirsk, Ingunn Guðmunds-
dóttir. Varð hún svo vel að sér, að hún þótti í engu
standa hinum beztu námsmönnum að baki í lærdómi.
Hún kendi mörgum mönnum latneska tungu og fræddi
hvern, er nema vildi.
En hið blómlega kristnilíf norðanlands í tíð Jóns Ög-
mundssonar mun þó fyrst og fremst hafa verið að þakka
frábærum áhuga biskups sjálfs á embætti sínu. Þótt margt
kunni að vera fegrað í sögunni hjá Gunnlaugi Leifssyni
og málað bjartari litum en beint var ástæða til, þá skín
það ótvírætt fram af frásögunni, að Jón Ögmundsson
hefir verið alveg óvenjulegur áhugamaður í embætti og
athafnamaður, er lét ekkert tækifæri ónotað til þess að
hafa vekjandi og örfandi áhrif á alla, sem hann fékk náð
til, og að hann í öllu var knúður af kærleika Krists.
Svo sem kunnugt er, var staðfesting ungmenna (con-
firmatio, biskupan) eitt af fremstu embættisverkum bisk-
upa í katólskum sið, embættisverk, sem ekki mátti öðrum
fela; fermingin flutti, eftir skoðun katólskra manna, ung-
mennunum sérstakar andlegar náðargjafir, og var eftir
katólskri kenningu sakramenti, sem því mikil áherzla var