Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 44
Prestaiéiagsritið. Jón Ögmundsson. 39
lögð á. Þetta embættisverk gerði biskupum yfirreiðir að
knýjandi nauðsyn, þó ekki hefði verið annað, sem heimt-
aði þær, svo sem eftirlit með kirkjum og eignum þeirra,
svo og með prestunum og líferni þeirra, — sem að sjálf-
sögðu gerði jTfirreiðirnar mjög æskilegar, — eins og yfirhöfuð
með öllu því, er fram fór í söfnuðunum innan stiftisins.
Það mun því mega gera ráð fyrir, að maður eins og Jón
Ögmundsson hafi ekki Iagst yfirreiðir undir höfuð, enda
er svo að sjá, sem hann hafi á hverju ári farið um bisk-
npsdæmi sitt og litið vandlega eftir hverju fram fór.
IJann lét sér mjög um það hugað, að bæta siðferði
manna. Hvar sem hann kom, brýndi hann fyrir mönnum
kristilegar skyldur þeirra, að leggja stund á heilagt liferni
og guði helgaða breytni, að láta ljós sitt lýsa öðrum
mönnum, svo að þeir sæju góðverk þeirra og vegsömuðu
föðurinn, sem er á himnum. Hann brýndi fyrir öllum al-
menningi að iðka hversdagslega ýmsar helgiathafnir og
venjur, t. a. m. að byrja dag hvern með því að signa sig,
og gan8a síðan vopnaður allan daginn með marki hins
heilaga kross, sem og að taka svo aldrei mat eða drykk
eða svefn, að menn ekki signdu sig áður. Þá gekk hann
rikt eftir þvi, að hver maður kynni credo, pater noster
og Ave Maria, og hvatti þá mjög til að sækja með góð-
fýsi helgar tíðir, hvern tíma sem heilagt var. Og við
presta sina lagði hann rikt á um að fræða og áminna
söfnuði og einstaklinga um alt, er þyrfti til guðlegrar um-
göngu, enda gekk hann þar sjálfur á undan með ágætu
eftirdæmi. Hirtingasamur var hann við ósiðvanda menn,
og hlífðist ekki við að benda á brestina, en þó með still-
ing og kærleika. Hann var harður í garð öllum leifum
heiðindóms, sem enn geymdust með mönnum, og amað-
ist við allri forneskju, »fjölkyngi og fordæðuskap, göldr-
um og gerningum og öllum sjónhverfilegum kuklara-
skap«. Mansöngskvæði vildi hann ekki heyra né kveða
láta, og bannaði stranglega kvæðaleik karla og kvenna.
Honum hefir einatt verið ámælt fyrir það vandlæti, að