Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 45
40
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
hann amaðist við hinum heiðnu daganöfnum, sem hald-
ist hafa annarstaðar á Norðurlöndum (Týsdagur, Óðins-
dagur og Þórsdagur) og bauð í þess stað að nefna dagana
eftir þeirri röð, sem þeir komu í vikulega. En þetta var
að eins einn liður í starfi hans að því að útrýma öllum
leifum heiðindóms í landi hér.
En með öllu þessu ávann Jón biskup sér elsku og
traust allra góðra manna, er skildu í hve góðum tilgangi
þetta var gert. Er því ekki að furða, þó Jóns-nafnið —
sem nú ber 7. hver karlmaður hér á landi — fengi helgi
í meðvitund alþýðu og yrði eitt hið algengasta hjá oss.
Svo er að sjá, sem það er á nútíðarmáli kallast kristi-
leg vakning, hafi gengið yfir Norðurland um daga Jóns
biskups Ögmundssonar — og þá líklega í eina skiftið í
sögu íslenzkrar kristni, sem slíks verður vart. Hjá öllum
þorra manna er vaknaður sýnilegur áhugi á sáluhjálpar-
efnum, lifandi löngun eftir guði helgaðri breytni og þrá
eftir fræðslu um þau efni, sem þar að lúta. Á öllum há-
tíðum og oft endranær streymdi fólkið í stórhópum heim
að Hólum. Að vísu hafði Jón biskup mælt svo fyrir, að
hver sá maður, er fóta sinna forráð hefði í hans biskups-
dæmi, skyldi vitja höfuðkirkjunnar á Hólum einu siuni á
ári, til þess að ofra guði bænum sínum með góðfúsu
hjarta. En það var engan veginn af eintómri hlýðni við
boð biskupsins, sem fólkið leitaði þangað, heldur og af
lifandi áhuga á velferð sálar sinnar og þrá eftir andlegri
fræðslu og áminningum til sálubóta, enda var aðsóknin
svo mikil, sérstaklega á páskum, að þangað komu 4 hundr-
uð manna (stór), bæði karlar og konur, og dvöldust þar
frá skírdegi og fram yfir hátiðina. Höfðu sumir þeirra
vistir með sér, en hinir voru þó fleiri, sem biskup fæddi
meðan þeir dvöldust þar á staðnum, enda virðist gest-
risni hafa verið með afbrigðum mikil. En einnig á öðrum
timum sótti fjöldi manna þangað til lengri dvalar, til
þess að hlýða á kenningar biskups og heilaga tiðagerð.
Svo mikil brögð voru að gestagangi á Hólum um daga