Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 49
44
Jón Helgason:
Prestafélagsritið^
Þorláks biskups, sem borist höfðn út um land alt, og að
í ráði væri að taka upp bein hans sem heilags manns
til skrínlagningar, og fá leyft og lögtekið ákall hans og
áheit við hann, — að þessar fregnir hafi ýtt undir Norð-
lendinga að sýna sínum helga biskupi maklegan sóma
með upptöku beina hans. Það er eins og þeim hafi verið
það metnaðarmál að láta ekki Sunnlendinga verða fyrri
til með að fá viðurkenda helgi Þorláks, og því síður að
láta þá verða eina um að eignast slíkan árnaðarmann
hjá guði. En í frá samri stundu tekur að kvisast um jar-
tegnir gerðar að ákölluðum Jóni biskupi, og meira að
segja jartegnir, er sýndu, að Jón væri Þorláki í engu til-
liti óináttugri, þar sem ákall Porláks hefði stundum ekki
stoðað, en það fengist, er beðið var um, jafnskjótt og
menn leituðu hjálpar Jóns biskups.
Upptaka heilags dóms Jóns biskups fór fram í janúar
1198 eða desember 1197. þá iét Brandur biskup Sæmunds-
son, sem var hindurvitnamaður mikill og allmjög á valdi
Guðmundar prests Arasonar, er síðar varð biskup, þvo
bein bins heilaga Jóns, gera að nýja kistu og búa um
vandlega. Höfuðkúpuna lél hann sérstaklega þvo í hreinu
vatni og varðveita síðan vatnið vandlega (því að vatni,
sem slíkt höfuð hafði verið þvegið í, hlaut að fylgja
undrakraftur til heilsubóta, eins og líka þótti síðar koma
fram). Síðan var kistan, ásamt nýrri kistu, er gerð var
utan um bein Björns biskups Gilssonar, sett undir eitt
hvolf, en ekki mokað moldu á. Pessi upptaka beina Jóns
biskups varð fullum 6 mánuðum á undan upptöku og
skrínlagningu Þorláks syðra, er ekki varð fyr en 20. júlí
um sumarið, og er eins konar undirbúningur undir hina
hálíðlegu upptöku tveim árum sfðar. Gerðust nú þegar
^ýmsar jartegnir, er þóttu sýna berlega, að sú virðing,
sem Jóni hafði sýnd verið með þessari upptöku beina
hans, hefði verið fyllilega að guðs vilja. En þó fékst fylsta
sönnunin fyrir þessu sjálfan aðalupptökudaginn tveim
árum síðar, er Brandur biskup, sennilega að áeggjan Guð-