Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 52
Preslafélagsritið.
UNGKIRKJUHREYFINGIN SÆNSKA
OG SIGTÚNASKÓLINN.
Eftir Arnór kennara Sigurjónsson.
III.
Sama kvöláið og Manfred Björkquist lagði fram tillögu
sina um krossferðirnar, lagði hann fram aðra tillögu um
kirkjulegan lýðháskóla. Og um likt leyti — og þó litlu
fyr — og rit hans »Kyrkotanken« kom út, kom og annar
ritlingur frá hans hendi, er hann kallaði »Kyrklig folk-
högskola«. Og eins og sú hugsjón, er liggur að baki nýju
kirkjulegu lýðháskólunum, verður bezt séð og skilin í
Ijósi ungkirkjuhreyfingarinnar, svo verður og starf og áhrif
hennar bezt séð og skilið í starfi kirkjulegu lýðháskólanna.
Björkquist var þegar í upphafi fullljóst gildi ungkirkju-
breyfingarinnar fyrir skólann og gildi skólans fyrir hreyf-
inguna. Ungkirkjuhreyfingin á að vera skólanum sláandi
hjarlað, það sem gefur honum líf og hlutverk, og hefir
hann upp úr því, að vera aðeins þekkingarstofnun. Skól-
inn á hinsvegar að vera þungamiðja og miðdepill ung-
kirkjuhreyfingarinnar. »þaðan skal blásið í lúðurinn til
haráttu og til að safna liðinu saman. Baðan skulu sendar
gleðihugsjónir og fagnaðarboðskapur«.
Hér skal ekki rakið sundur »programm« það, sem Björk-
quist leggur fram í þessum ritlingi sínum, því að það
kemur mildu betur fram í skóla hans i Siglúnum, er síð-
ar skal Iýst. Þó skal þess getið, að í því ytra skulu kirkju-
legu lýðháskólarnir vera að því leyti frábrugðnir eldri lýð-
háskólum, að þar skulu kendar þrjár nýjar námsgreinar:
'Irúfræði (trúarsaga, biblíulestur), grundvallaratriði sið-
ferðis og skapgerðarmenningar (karaktárpedagogik) og