Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 53
48
Arnór Sigurjónsson:
I’restafélagsritið.
grundvallaratriði þjóðmálanna. Kirkjan segir hann, að
megi ekki líta á þjóðmálin, svo sem þau komi henni ekki
við, en hinsvegar á hún að vera hafin yfir allan flokka-
drátt og á að geta séð þau frá hærra sjónarmiði en þjóð-
málafloklcarnir í bardagahitanum. Og frá þessu »hærra sjón-
armiði« eiga svo kirkjulegu lýðháskólarnir að gefa útsýnina.
En engum er það ljósara en Björkquist, að ytra form
er ekki aðalatriðið, heldur andinn í skólanum. ^Það sem
lagið er í söngnum, það sem andinn er á heimilinu, það
sem vitinn er fyrir sæfarann, það skal hið kristilega-þjóð-
lega vera fyrir skólann okkar« (Midsommar, ársrit Hamp-
násskólans 1911).
Haustið 1910 var fyrsti ungkirkjulegi lýðháskólinn opn-
aður í Hampnás á æskustöðvum Björkquists. Björkquist
gekst sjálfur f^'rir skólastofnuninni, og varð hann for-
stöðumaður skólans. En brátt fann hann, að þar var
hann of fjarri menningarhöfuðbólum þjóðar sinnar til
þess, að hann nyti sin til fulls í baráttunni fyrir hugsjón-
um sínum. Einnig bar hann þá hugsjón fyrir brjósti, að
reisa einskonar lúterskt klaustur, og það var bæði léttast
að stofna og mest þörfin á því í nánd við höfuðból menn-
ingarinnar í Uppsölum og Stokkhólmi. Þetta varð til þess,
að hann stofnaði ásamt vinum sínum og fylgismönnum
skólann og »hospitiet« í Sigtúnum, þessum fornfræga sögu-
stað, fyrsta höfuðbóli kristninnar í Svíþjóð. Hingað höfðu
fyrstu kristnu konungar Svía flutt hásæti sitt frá Uppsöl-
um, af því að heiðnin var of rótgróin þar, til að sigra
hana í svip og sitja á sama bekk og hún, og héðan hafði
Sviþjóð kristnast. Hér lá og um leiðin milli Stokkhólms
og Uppsala. Bæði sagan og staðhættirnir bentu á Sigtún
sem staðinn fyrir nýja skólann. — Aðal meðkennari Björk-
quists í Hampnás tók við skólanum þar. —
IV.
Við skulum hugsa okkur, að við komum sem gestir til
Sigtúna. Auðvitað komum við frá Stokkhólmi vatnaleiðina