Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 58
Prestaféiagiritia. Ungkirkjuhreyfingin sænska. 53
»Hugsjónin — sálin í þessu verki — er skilgetið barn
ungkirkjunnar. — Það er fætt við hljóminn af morgun-
hringingunni í sænsku kirkjunni. Við trúum, að sú hring-
ing boði fagran dag, og því horfum við með gleði á turn-
inn, sem eins og bíður eftir að bætt sé ofan á hann. Við
finnum okkur stadda í samskonar verðandi og Lúther
vitnar um: »Alt er á leiðinni til fullkomnunar, alt ljómar
ekki, en alt skrýðist». Og í trú okkar sjáum við turninn
hefjast hærra og hærra, þangað til hann hverfur upp
undir guðs himin.
Við höfum rétt til að láta okkur dreyma, ef dáð fylgir
draumum okkar. Það er skylda okkar, að láta okkur
dreyma æskudrauma. Hverju mundi guð fá framgengt í
heimi þessum án draumamanna sinna. En draumarnir
leggja okkur skyldur á herðar, eins og minniugarnar.
Hvað dreymir okkur um þessa byggingu — þessa fögru
byggingu, þar sem andinn liggur bundinn, en vill verða
frjáls í ljóði og starfi kynslóðar eftir kynslóð?
Við getum sagt það í fjórum orðum: Við viljum, að
hún verði kastali, heimili, skóli og helgidómur.
Meðal gömlu kastalaturnanna yfir St. Péturs og St. Ólafs
kirkju hefir enn bæzt við einn turninn. Einnig hann er
borgarturn yfir helgidómi. En hann er bygðar fyrir and-
lega baráttu. Við biðjum þess af auðmýkt, að við megum
eiga hér borg í riddaralegri baráttu.----Að við inegum
eiga hér borg í baráttunni um rétt sálarinnar og göfgi í
heimi »maskinu«-menningarinnar, borg í baráttu hins
eilífa gegn því jarðneska og Mammon, borg í baráttu vilj-
ans gegn léttúð og makindum, borg í frelsandi baráttu
fyrir guðs ríki.
Heimili! Kringum garðinn méð brunninum, ímynd lifandi
kyrðarinnar, viljum við að þreyttar sálir, fullar af þráandi
óró, geti fengið hvíld og ró. Ekki svefnró, heldur hina
miklu djúpu ró, þar sem innri rödd manns fær áheyrn
mitt í áhyggjum lifsins, þar sem lífið hvílir eina andrá í
sjálfu sér, til að geta fengið hvíld í guði.