Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 59
54
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
Skóli — skóli og námsskeið — þar sem ungir menn og
aldraðir hafa ekki að eins þekkingar að leita, heldur
einnig fá hjálp til að finna lífrænar hugsjónir og um leið
útsýn yfir lífið. Skóli, þar sem lifandi andi er í innilegu
félagslífi og fús leiðsögn í leit hjartans eftir hvíld og kær-
leik. Skóli, þar sem það bezta í ungkirkju Svíþjóðar býður
sjálft sig að gjöf hverjum þeim, sem rétta í alvöru eftir
því hendurnar og byrja að skilja styrk þann, sem er í
andlegu bræðralagi, nú þegar baráttan fyrir mark og leiðir
í lífinu er þyngri en verið hefir um langan aldur.
Helgidómur! Þegar kapellan okkar var opnuð til bæna-
gerðar og guðsþjónustu, var sem byggingin okkar hefði
fengið lifandi hjarta. Og eftir reynslu þessa tíma verð ég
að segja, að sá skóli er fátækur, sem ekki á neinn helgi-
dóm. — — Að eins meðvitundin um, að heimilið okkar
á helgidóm, breiðir helgi yfir samlífið.
Við erum stödd í »fríloftskirkjunni«. Hvað er það, sem
hún hefir að tala til okkar? Ég skildi það ef til vill bezt
fyrir nokkrum dögum, einu sinni þegar hún var opnuð
til kvöldbæna. Hvað var það, svo undarlega innilegt, sem
streymdi upp úr dýpstu lindum sálar minnar, sem hvíldi
þar í voldugum sifjaböndum?
Yfir mér sortnaði kvöldhimininn. Þögn furanna var há-
tíðleg. Ég var nógu mikill Germani til að verða gripinn
af fögnuði í því óendanlega og fyllast af ró undir furu-
liminu. En frammi fyrir mér Ijómaði krossinn yfir altarinu.
Var það ekki eitthvert dýpsta hlutverk (livsproblem)
Germanans, að finna sambandið milli dulardjúps óendan-
legleikans og náttúrunnar og dulardjúps persónuleikans.
Hér skalf barn náttúrunnar einnig frammi fyrir krossin-
um. Svo varð mér þessi »fríloftskirkja« kirkja, þar sem
guð sköpunarinnar kom -til sonarins og krossins. Og jafn-
vel það, sem var náttúrunni skyldast í eðli mínu, hófst
upp í persónuleikann«.