Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 60
Prestafciagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
55
Eitt er að reisa miklar hallir og sjá fagrar draumsjónir
um hlutverk þeirra, annað er að láta draumsjónirnar
rætast.
Ég hefi dvalið í Sigtúnahlýindunum mitt í vetrarkuld-
anum, til að sjá, hvernig það tækist. Ég hefi búið í
klaustrinu, verið með i skólanum.
Ég kom er skólinn var settur. Skólasetningin var óbrot-
in, sunginn sálmur, og siðan hélt skólastjórinn ræðu. Það
var alls enginn víkingsbragur á honum, þegar hann kom
fyrir kennaraborðið — brjóstið innfallið, svipurinn þján-
ingalegur. Hann hafði líka stigið upp af sóttarsæng að
eins til að setja skólann. Hann talaði yfirlætislaust og
hægt — nærri Ieitaði að orðunum. Því fór fjarri, að
augu hans hvíldu altaf á áheyrendunum, eins og flestra
ræðuskörunga. Hann horfði lengst af út um gluggann
langt í fjarska. Það var eins og hann sæi þar sýnir, er
hann var að reyna að sýna áheyrendunum. Og þær sýnir
voru stórar. Hann sá mannlífið flakandi í sárum og starf
þess í rústum, ekki að eins eftir ófriðinn mikla, heldur
eftir alla þá menningarstefnu, er ráðið hefði. Siðasti manns-
aldur hefði verið upplausnaröld. Flest öfl hefðu stefnt að
því, að rifa niður, sundra. Persónulífið hefði verið í upp-
lausn, heimilið í upplausn, trúin í upplausn, gamla þegn-
félagsskipunin í upplausn. Það mætti Ijósast sjá á því,
að eldfornum keisara- og konungastólum hefði verið
hrundið um koll. Þessi sami upplausnarandi hefði birzt
í lífsskoðunum, heimspeki og vísindum. En þetta væri að
eins eðlileg afleiðing af því, að mannkynið hefði verið að
vaxa upp úr þeim stakki, sem það hefði verið í, hús þess
væri orðið of lítið. En nú væri mannsandinn aftur að
byrja að safna saman brotunum úr gömlu byggingunum
i ný musteri. Nú lægi það í loftinu, að reisa og safna
saman, og það væri starfið, er lægi fyrir ungu kynslóð-
inni. Og skólastarfið ætti að vera liður í því starfi. Skól-
inn vildi leitast við að hjálpa nemendunum til að finna
þungamiðjuna í eigin lífi, byggja upp skapgerð þeirra og