Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 61
56 Arnór Sigurjónsson: Prestaféjagsritið.
persónuþroska innan frá. Það skyldu verða hornsteinar
nýrrar menningar. Hingað kæmi fólk úr öllum áttum og
úr ýmsum stéttum með gerólikar lífsskoðacir. Það væri
líka hlutverk skólans, að fá þær skýrt fram og hjálpa
nemendunum til að finna sameiginlega þungamiðju í þeim
öllum, — auka víðsýnina, án þess að leysa upp.
Það var fljótfundið, að þessi veiklegi maður hugsaði
eins og víkingur, en hann starfar lika eins og víkingur —
kristinn víkingur. Skólastarfið er víkingsstarf, og þó ekki
nema einn þáttur í starfi hans. Það var fyllilega byrjað
daginn eftir skólasetninguna, þrátt fyrir það, að tveir aðal-
kennararnir voru veikir.
Eg trúi því varla, að nokkrum þeim, er kynnist Sig-
túnaskólanum, blandist hugur um, að hann er fyrir-
myndarskóli. En aðalstyrkur skólans liggur ekki í því, að
kennararnir séu svo góðir kennarar í námsgreinunum. Að
því leyti standa þeir ekki framar en margir beztu kenn-
arar okkar íslendinga. Styrkur skólans liggur i þvi, hvað
honum er Ijóst hlutverk sitt og stefna. Starf hans er þess
vegna svo lifandi og heilt.
Þó fer því fjarri, að stefnan sé einhæf þröngsýnisstefna.
Til þess að einkenna hana, verð ég að grípa til margra
orða. Hún er alt í senn: Trúar- og kirkjuleg, þjóðleg,
heimilisleg og uppeldisleg, þar sem stefnt er jafnt að sið-
ferðis-, hugsunar- og þekkingarþroska. En svo eru þessir
þræðir saman ofnir, að óhugsandi er í raun og veru að
rekja þá sundur. Hið kirkjulega er um leið þjóðlegt, heim-
ilislegt og uppeldislegt, þar sem stefnt er jafnt að siðferðis-,
hugsunar- og þekkingarþroska. En svo eru þessir þættir
saman ofnir, að óhugsandi er í raun og veru að rekja þá
sundur. Hið kirkjulega er um leið þjóðlegt, heimilislegt
og uppeldislegt, hið uppeldislega þjóðlegt, kirkjulegt og
heimilislegt o. s. frv.
Það, sem skýrast setur trúarlegan og kirkjulegan blæ
á skólann, er bæði, að starfsdagurinn byrjar og endar
með guðsþjónustu og talsvert mikill hluti kenslunnar er