Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 62
Prestaféiagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska. 57
helgaður trúarlegum fræðum. Áður en kenslan byrjar að
morgni, er haldin bænagerð í stærstu skólastofunni. Það
er stutt prédikun og sálmur sunginn fyrir og eftir. Kveld-
bænin fer hinsvegar fram í kapellunni, og hefir mjög
fallegan og einkennilegan blæ. Allir ganga hljóðlega til
sætis síns og lúta höfði í bæn. Hálfrökkur er í kapell-
unni, að eins nokkur kertaljós, er mynda Ijósabaug yfir
altarinu inst í kórnum og svo á orgelinu fram í söng-
húsinu. Þegar allir eru seztir, er fyrst leikinn lagstúfur á
orgelið. Svo er engilhvít kapellan öll í einu Ijósbaði, aðrir
tónar líða frá orgelinu, og kirkjan er öll einn söngkór.
Aftur er hálfrokkið. Ef til vill veitist mönnum sú ánægja,
að sjá Björkquist í prédikunarstólnum, ef til vill er að
eins lesinn sálmur eða bæn frá orgelinu. Þá er sungin
bæn fyrir konunginum og ættlandinu. Aftur líða mjúkir
tónar frá orgelinu gegnum rökkrið og þögnina. Kyrð og
þögn. Guðsþjónustunni er lokið. — Engin skylda hvílir á
nemendunum að taka þátt í guðsþjónustunni. Þess gerist
heldur ekki þörf.
Trúfræðikenslan er aðallega trúarsöguleg. Fyrirlestrar
eru haldnir tvisvar í viku um mestu skörunga trúarinnar,
og um leið brugðið upp mynd af þeim tíma, sem þeir
hfðu á. Áherzla er lögð á að sýna, hvaða boðskap þeir
höfðu sérstaklega að flytja sínum tíma jafnframt því, sem
þeir lögðu til þroska trúarinnar. Þá er og ljóst sýnt,
hvernig boðskapur þeirra er sprottinn upp úr því per-
sónulega i lífi þeirra, skapgerð og gáfum, jafnhliða þrá og
þörfum tímans. Björkquist heldur þessa fyrirlestra. Ég hefi
að eins heyrt fyrirlestra hans um spámennina í ísrael
(þróunarsögu gyðingdómsins) og Pál. Hann á ákaflega
létt með að leggja sál sína í þessa fyrirlestra. Sjálfur er
hann umfram alt skáld og spámaður á sama hátt og
spámennirnir fornu. — Auk þessara fyrirlestra eru tveir
trúfræðilegir samlestrar (studiecirklar). í öðrum er lestur
í Nýja testamentinu, en i hinum rit Lúthers.
Ekki óskildir trúfræðikenslunni eru fyrirlestrar Björk-