Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 63
58
Arnór Sigurjónsson:
Prcslafélagsritið.
quists um efni, sem hann kallar »Karaktárpedagogik«.
Þeir eru aðallega um skapgerðar og siðferðislega sjálf-
mentun. Þar er gefin innsýn í mannlegt eðli og útsýn
yfir brestina i siðferðislífinu, eins og það er nú, gildi sið-
ferðis og skapgerðar fyrir menn sjálfa og mannfélagið í
heild, bent á leiðir til að ala sjálfa sig upp til hærra sið-
ferðis og persónuþroska og mark til að stefna að. Alúð
er lögð við að sýna, hvað hefir sannarlegt gildi í sér
fólgið, og hvað ekki. Hlutverk og tilgangur fyrirlestranna
er um fram alt að vekja nemendur til umhugsunar um
eigið líf og ábyrgð þá, sem það leggur þeim á herðar, og
benda um leið á loforð þau, er lífið ber í sér sjálft, ef
því er lifað vel. Þessir fyrirlestrar bera vott um feikna
þekkingu og skarpskygni um mannlegt eðli, eru sjálfstætt
og prýðisvel hugsaðir og fluttir af afburða mælsku og
framsetningarlist.
Náskyldir þessum fyrirlestrum eru umræðufundir nem-
enda, er Björkquist stýrir, því að umræðuefnin eru nær
undantekningarlaust tekin af sama sviðinu — eru um
efni, er snerta sjálfsuppeldi að meira eða minna leyti.
Tímann, sem ég hefi dvalið við skólann, voru t. d. þessi
mál rædd: líkamsmentun, einvera og félagslíf, maður og
kona framtíðarinnar (mannlegt og kvenlegt »ideal«), hrein-
skilni, skemtanir og lífsnautnir. Tveir eða fleiri eru skip-
aðir til að hefja umræðurnar, og er aðdáunarvert, hve
mikil alúð er lögð við að láta sér farast það vel úr hendi.
Þátttaka í þessum umræðum er mjög almenn, og koma
fram ýmsar og ólikar skoðanir, og furðanlega skýrt og
einarðlega. Það er heldur ekki ástæða til að hræð-
ast að taka þátt í þessum umræðum, því að allir
vita það víst, að Björkquist leyfir engan ódrengskap,
ókurteisi eða ósvífni gegn neinum, hvaða skoðunum sem
hann heldur fram, og sizt af öllu gegn byrjendum. Stefnan
er líka sú í umræðunum, að þeir, sem ólikar skoðanir
hafa fram að bera, reyna að skilja hver annan og mæta
hver öðrum eins og unt er. Hönd Björkquists, mjúk og