Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 65
60
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritid.
stefnu, er stendur bak við skólann. Sú stefna skoðar trú-
arlega og siðferðislega endurfæðingu þjóðarinnar fyrsta
aðalskilyrðið, en viðurkennir hinsvegar ýmsar endurbætur
á þegnfélagsskipulaginu æskilegar. En annars er stefna
skólans gagnvart nemendum alls ekki sú, að brjóta niður
skoðanir þeirra, heldur sú, að gera þeim sínar skoðanir
og sína stefnu svo ljósa og sterka, sem unt er, og til þess
hefir einnig póstbréfakassinn sitt gildi. Björkquist hefir
sjálfur einkent þessa stefnu skqlans gagnvart nemendum
með orðunum »aktiv tolerans« (vakandi hlutleysi).
Skólinn starfar 5 mánuði að vetrinum og 3 mánuði að
sumrinu. Að vetrinum er hann samskóli pilta og stúlkna,
en að sumrinu eru þar stúlkur aðeins. Bæði sumar- og
vetrarskólinn er tvískiftur. í sumarskólanum er bæði al-
menn deild, þar sem aðallega eru kendar almennar bók-
legar námsgreinir, og húsmæðradeild, þar sem hússtjórn
og kvenlegar hannyrðir eru aðalnámsgreinir. Vetrarskól-
anum er aðallega skift í yngri og eldri deild, en auk þess
hafa piltar og stúlkur í yngri deildinni sumar námsgreinir
sér. Það, sem hér er sagt um kensluna, á sérstaklega við
vetrarskólann, en í almennu deild sumarskólans er hún í
aðalatriðum eins.
Kenslan í almennum þekkingargreinum ber yfirleitt svip-
aðan blæ og í öðrum sænskum lýðháskólum. Kennar-
arnir eru allir háskólagengnir og mjög vel að sér í þeim
námsgreinum, sem þeir kenna. En sú kensla ein sér gefur
skólanum þó ekki svo mjög sérstakt gildi, og að henni
mætti jafnvel ýmislegt finna. Þannig er móðurmálskenslan
talsvert í molum, þótt þar séu einnig ágæt tilþrif, einkum
í bókmentasögu og stílagerð.
Kenslan í yngri deild skólans er yfirlitskensla. Þar er
gefið alment yfirlit yfir sænska málfræði, sænska sögu,
almenna og bókmentalega, sænska þegnfélagsskipun, al-
menna landafræði og eðlisfræði. Svo er kendur reikningur
í framhaldi af því, sem lært hefir verið í barnaskólunum,
teikning, kvenlegar hannyrðir og matreiðsla litið eitt.