Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 66
Prestaféiagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
61
Trúfræði- og uppeldisfyrirlestrar Björkquists, söngur og
leikfimi er sameiginlegt fyrir báðar deildirnar. En annars
er kenslunni í eldri deiidinni hagað allmjög á annan veg
en í yngri deildinni. Þar eru lesnir ítarlega ýmsir þættir
almennrar sögu, landafræði og náttúrufræði, sænsk bók-
mentasaga síðustu tima, grundvallaratriði ritlistarinnar
(stilistik) og auk þess kendur reikningur og bókfærsla.
Efnisvalið er að nokkru leyti eftir óskum nemenda, og
breytist því nokkuð ár frá ári. Auk þessa eru samlestrar
í ýmsum efnum, er nemendum úr báðum deildum er
frjálst að vera í, þó ekki of mörgum. Þar fá þeir t. d.
að velja um grasafræði og efnafræði innan náttúrufræð-
innar, ensku og þýzku, trúarbragðasögu Grilckja, Róm-
verja og Norðurlandabúa og lestur rita Lúthers.
Kenslan fer aðallega fram í fyrirlestrum. í yngri deild-
inni eru og nokkuð samtöl, einkum í byrjun tímans, þegar
litið er yfir það, sem talað hefir verið um síðast. í eldri
deildinni eru hinsvegar endursagnir fyrirlestra kennaranna
og stundum bóka, er nemendur hafa sérstaklega kynt sér.
Allir nemendur eiga að vera því viðbúnir, að geta tekið
að sér þessar endursagnir. í lok hvers tíma er bent á einn
þeirra, til að endursegja það, sem lesið hefir verið fyrir,
næst þegar sama efni er tekið upp.
Það, sem aðallega má að kenslunni finna, er, að námið
er tæpast gert nógu sjálfstætt. Nemendurnir ættu að lesa
meira á eigin hönd undir handleiðslu kennaranna. Þetta
væri sérstaklega gott í eldri deildinni, þar sem þeir eru
allir mjög vel þroskaðir. Skólinn stendur aðeins þrosk-
aðri æsku opinn, og eldri deildin aðeins þeim, sem
verið hafa í yngri deildinni, eða fengið a. m. k. eins mik-
mn mentaþroska annarstaðar. Annars er það til fyrir-
myndar, að bókasafn skólans stendur eldri deiidinni opið
bæði sem lestrarstofa og til útlána bóka gegn því einu,
að þeir skrifi bókartitilinn og sitt eigið nafn á miða, sem
t*l Þess eru gerðir, og leggi þá síðan í sérstakan kassa,
sem til þess er ætlaður. Aðgangur yngri deildarinnar að