Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 67
62
Arnór Siguijónsson:
Prestafélagsritiö.
bókasafninu er bundinn nokkru meiri skilyrðum, og stafar
það at því, að gert er ráð fyrir minni kunnáttu þar að
fara með bækur. Bókasafnið er mjög mikið notað. En
lesturinn ætti að setja meir í samband við kensluna en
gert er.
Ég hefi sagt, að stefna skólans væri þjóðleg. Það er í
samræmi við hitt, að hann vill halda sem bezt sambandi
fortíðar og samtíðar. Valið á skólastaðnum ber ljóst vitni
um þessa stefnu. »Minningarnar um forna andlega
menningu gera hér háværar kröfur til uppvaxandi kyn-
slóðarinnar og leggja henni þungar skyidur á herðar, en
geta jafnframt gefið ljómandi fyrirheit«, hefir Björkquist
sagt. Kirkja skólans er helguð Olaus Petri — Lúther
þeirra Svíanna. Vígsludagur skólans á 400 ára af-aæli
siðbótarinnar er og 1 samræmi við þessa stefnu, þótt
hann bendi enn meir til kirkjulegrar stefnu skólans en
þjóðlegrar. En þetta, eins og svo margt annað, sýnir
hve þjóðleg stefna ungkirkjumanna er kirkjuleg og
kirkjulega stefnan þjóðleg. þótt siðbót Lúthers eigi rót
sina að rekja til annars lands, skoða Sviar — og ef til
vill einkum ungkirkjumenn — sig umfram alt sem merkis-
bera hennar. »Rom-Sverige« heitir mikil ritgerð i »Vár
lösen« um baráttu katólskunnar og lútherskunnar nú á
tímum.
Óblandin kemur þjóðleg stefna skólans fram íj’því, hve
mikil áherzla er lögð á að halda uppi minningu sænskra
þjóðskörunga og varðveita sænska þjóðsiði. Sérstök kvöld
safnar skólinn sér utan um minningu einhvers þjóðskör-
ungs síns. Stundum er þá afmælisdagur þess manns, sem
kvöldið er helgað, eða annar merkisdagur í lífi hans,
stundum er það aðeins samkomulag, að helga einmitt
þessum manni þetta kvöld, Á þessum kvöldum eru minn-
ingarræður, upplestur og söngur, og alt er það ofið um
þennan eina mann. — Gamlir hátíðadagar eru haldnir há-
tíðlegir á gamalsænskan hátt. Jafnvel gamlar hátiðir hafa
verið teknar upp að nýju — svo sem allra heilagra messa.