Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 71
66
Arnðr Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
kostur á að njóta listgáfna frú Rutar Björkquists og Jós-
efs Kyhles kennara o. íl. starfsmanna skólans við að hlýða
á hljóðfæraslátt þeirra og söng.
Guðsþjónusta er kvöld og morgun. Kvöldbænin er sam-
eiginleg með skólanum, en morgunguðsþjónustu hefir
klauslrið sér.
Varla er ofmikið sagt með því, að sál Manfreds Björk-
quists sé sál alls þessa starfs. Andi hans er þar alstaðar
nálægur, svífur yfir öllu og er í öllu. Það skyldu þó
engir ætla, að samverkamenn hans væru einkisvirði.
Þeir myndu vera hverjum skóla sæmilegir og vaxa við
hlið Björkquists. Eitt af því, sem honum er svo vel gefið,
er að knýja fram það bezta í þeim, sem eru í návist
hans. Og sá sem veit, hvernig hann starfar, getur ekki
legið á liði sínu.
Ókunnugum vex Björkquist alls ekki í augum. Hann
er veiklulegur útlits og þjáningarlegur á svip. Hann hefir
lika haft að berjast við voðalegasta sjúkdóm þessa tíma:
lungnaberkla. Og einu sinni var hann svo langt leiddur,
að læknarnir sögðu, að hann ælti ekki meira en tvær
stundir ólifað. Þessi barátta við dauðann hefir vafalaust
sett mjög svip á framkomu hans alla og líf. Þótt hann
sé ljúfhægur í fasi, þá er þó altaf eins og hann sé við
því búinn, að taka á hverjum hlut sem er með öllu afli
— altaf viðbúinn.
í framkomu — einkum gagnvart þeim, sem honum eru
litt kunnugir — skortir hann þann viðmótsléttleik, er ein-
kennir marga beztu menn Svia. Hann er nærri seinn að
rétta fram höndina, og stafar það ef til vill af því, að
hann er norrlenzkt skógarbarn. Það er nærri því eins og
hann sé dálítið einmana mitt í aðdáuninni og vinamergð-
inni í kringum hann. — En ekki þarf skarpskygni til að
finna, að eitthvað innilegt, djúpt og heilt er í allri fram-
komunni.
Þetta, hvað hann er heill, er vafalaust það, sem eink-