Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 75
70
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
kynna sér vel, það sem meira er um vart fyrir þá en alt
þeirra skólanám, líf þeirra, sem þeir vinna fyrir, hugsunar-
hátt þeirra, tilfinningar og trú.
Jafn nauðsynlegt og að hreinsa til í málþoku prestanna
er að hreinsa til í kirkjunum. Sumar þeirra, einkum
annexiur, minna á útiskemmur. Jafnframt því, að það ber
vitni um menningarleysi og virðingarleysi gagnvart kirkj-
unni, vinnur það að því seigt og drjúgt að þurka út það
sem eftir er af þeirri virðingu, sem menn bera enn fyrir
þeim. Menn verða að gera sér ljóst, að kirkjurnar eiga
að vera helgidómur aðeins.
Um guðsþjónustuna getum við mikið lært af ungkirkj-
unni sænsku. Inn í hana þarf að fá meira af því, sem
vekur hljóða lotningu og þó jafnframt varast það, sem
ekki er hægt að gefa líf. Einnig verður að fá menn til
að taka almennar þátt í henni. fslenzka kirkjan þarf að
verða syngjandi kirkja eins og bræðrakirkjurnar. Marg-
raddaður söngur í kirkjunni ætti meir að vera til hátíða-
brigða en aðalregla, söngurinn á aðallega að vera ein-
raddaður og fullkomlega almennur, eins og tíðkast erlendis,-
þar sem kírkjulíf er gott. Ef við íslendingar getum útrýmt
söngfeimni okkar, höfum við eins mikla sönggáfu og
aðrar þjóðir yfirleitt, eða meiri.
Þetta síðasta er þó ekki i beinu sambandi við það
aðalhlutverk kirkjunnar, sem þegar hefir verið bent á: að
hjálpa til (— tak eftir: ekki gefa —) persónulegrar trúar, —
heidur við hitt aðalhlutverk hennar: að safna mönnum til
guðsþjónustu. Við þurfum félagslegan styrk í viðleitni okkar
eftir hærri andlegum þroska. Og ekkert safnar betur en
að syngja saman.
En hér má þó ekki ganga blindandi fram hjá því
mikilvæga atriði, að við íslendingar erum í eðli okkar
sjálfrænir, einnig í trúhneigð okkar. Þetta hlýtur að
hafa áhrif bæði á safnaðarlíf og jafnvel sjálfa guðs-
þjónustuna. Innilegt og ríkt safnaðarlíf, eins og tíðkast
sumstaðar í Danmörku, einkum meðal Grundtvigssinna,