Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 76
Prestafciagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska. 71
og á finsku sléttunni við Österbotten, virðist tæpast muni
geta átt góða jörð með okkur. Einmitt þetta gefur athug-
unarefni í margar áttir. Eg held t. d. að það geti brugðið
nýju ljósi yfir spurninguna: fríkirkja eða þjóðkirkja. Ein-1
mitt fríkirkjan verður að vera bygð á innilegu safnaðar-
lífi, ef hún á að hafa nokkurn verulegan styrk og gildi.
Einmitt þessi athugun hefir framar öllu öðru fjarlægt mig
óskinni um skilnað ríkis og kirkju. En sé skilningur minn
á þjóðareðli okkar réttur, ætti það að vera aukin hvöt
til að fylgja með athygli tilraun ungkirkjumannanna
sænsku, að skapa sterkt og víðfeðma kirkjulegt skipu-
lag, sem bygt sé á persónulegum (einstaklings) krist-
indómi, þar sem þjóð og kirkja sé eitt, og þar sem
kristilegt og borgaralegt mætist í hærri einingu. Pessi
skipulagshugsjón, sem bezt. hefir verið einkend með
orðunum: »kirkja með jafn víðfeðma og sterku skipu-
lagi og kaþólska kirkjan, en bygð fyrir frjálsa, andlega
einingu og persónulega guðsþjónustu« (»en kyrka med
samma universalitet, som den katolska, men bygd för
andarnas fria gemenskap och personligheternas gudstjánst«.
Det andliga nutidsláget och kyrkan I, bls. 78), — virðist ef
til vill sumum minna á »rúmgóðu þjóðkirkjuna« íslenzku.
En þar sem »rúmgóða þjóðkirkjan« virðist einkum hafa
viljað láta finna mjúkleika og hlýju verndarvængs síns, vill
ungkirkjan sænska vera — og er lika — stríðandi kirkja.
Og það er mikill munur.
Af því að sjálfræni (individualism) íslenzku þjóðarinnar
hlýtur að valda kirkjunni erfiðleikum í menningarstarfi
hennar, ætti hún að leggja þvi meira kapp á samvinnu
við aðrar stofnanir, er annast skulu andlega menningu
þjóðarinnar: heimili og skóla. Sérstaklega er ég viss um,
að heimilin geta haft meira gildi fyrir alla sannmenningu
íslenzku þjóðarinnar, en þau geta haft fyrir menningu
nokkurrar annarar þjóðar. f*ar leggjast staðhættir okkar,
kjör, saga og þjóðarlund á eitt. Örlög okkar sem menn-
ingarþjóðar eru efalaust meir undir heimilunum komin en