Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 77
72
Arnór Sigurjónsson:
Presíafélagsritið.
nokkru öðru — meir en skólunum, meir en kirkjunni.
Einmitt þess vegna verður kirkjan að styðja heimilin og
heimilismenninguna af alefli, ef hún vill verða hlutverki
sínu vaxin og treysta samband sitt við þau. Frá þessu
sjónarmiði séð er það afturför, þar sem gömlu húsvitjanir
prestanna hafa lagst niður og kirkjulegum bjónaböndum
fækkar stöðugt, jafnframt því, að það ber óræk vitni um
hnignun og máttleysi kirkjunnar. Einnig ætti kirkjan að
styrkja samband sitt við skólana, einkum skóla fyrir
þroskaða æsku, sem farin er að hugsa alvarlega um lífið.
Á þann hátt gæti hún gert miklu meira fyrir trú og sann-
mentun þjóðarinnar en með þvi, að krefjast trúarlegs
þulunáms og trúarheits af lítt þroskuðum börnum.
Við lifum á alvarlegum tímum, fullum af feigðarboðum
og fyrirheitum. Það eitt er víst, að þeir miklu viðburðir,
er nú hafa gerst og eru að gerast, marka djúp tímamót í
sögu mannkynsins og einnig í okkar sögu. Sundrunaröfl
lífsins eru að verðu sterkari eu þau hafa verið um langan
aldur, en jafnframt verða kröfurnar um að lifa lífinu heilt,
að skerpast að miklum mun, ef það eru fyrirheitin, en
ekki feigðarboðin, sem eiga að rætast. Því verður það
einmitt trú, siðferðis- og skapgerðarþroski, sem framtíðina
þyrstir eftir. Og því verður einnig þörfin svo brýn á vak-
andi og hugsjónaríkri kirkju, góðum skólum og traustum
heimilum, sem haldist i hendur.
Ritaö í Sigtúnum í nóv. og des. 1919.