Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 78
Prestalclagsritið.
HLUTVERK TRÚARBRAGÐAKENSLUNNAR.
Prédikun á 1. sunnudag eftir þrettánda 1921.
Eftir prófessor Harald Níelsson.
Guðspjall: Lúk. 2, 42—52.
Ávalt hafa þjóðirnar fundið til þeirrar löngunar, að vita
sem mest um bernsku- og æskulíf sinna mestu manna.
Fyrir því hefir verið lögð mikil rækt við að grafa upp
og safna saman öllum frásögum um smáatvik og smá-
atburði, er varpað geta einhverju ljósi yfir fyrstu æfiár
mikilmennanna eða gáfusnillinganna. Því að langt er
síðan reynslan kendi mannkyninu að veita þvi athygli, að
snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Það,
sem rikast er í eðli hvers barns, kemur að öllum jafnaði
snemma í ljós.
En ef þessi löngun gerir vart við sig, er um fyrirmyndar-
menn er að ræða, hvert sern starf þeirra hefir verið,
þá er ekki nema eðlilegt, að sú þrá geri vart við sig hjá
hverri kynslóð, að vita sem mest um bernsku og æsku
hans, sem orðin er fyrirmynd kristinna manna í alveg
einstökum skilningi. En nýja testamentið hefir ekki varð-
veitt oss nema þessa einu frásögu frá bernsku-árum hans.
Að öllu öðru leyti er bernskulíf hans hulið oss. Þar er
ekkert nema eyðurnar í að geta. En því skiljanlegra er,
að þessi eina frásaga hefir orðið kristnum mönnum á
öllum öldum svo kær. Og það er sem hún skori á oss
að athuga sig því betur og læra sem mest af sér.
Frásagan um Jesú tólf ára í musterinu sýnir oss glögg-
lega, að höfuðeinkennin á lunderni hans, eins og það
varð síðar, hafa snemma brotist fram. Hún er í fullu
samræmi við alt annað, sem vér vitum um hann. Þar