Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 80
Prestafciagsrítið. Hlutverk trúarbragðakenslunnar.
75
Vér getum því treyst því, að þau muni hafa látið sér
ant um trúarfræðslu barna sinna, ekki sízt elzta drengsins,
sem var svo undursamlega opinn fyrir öllu guðlegu og
djúphygginn. Þau hafa oft áður verið búin að reyna
þetta, sem kom fram við lærimeistarana í musterinu: að
hann gerði hvorttveggja að hlýða á þá og spyrja þá. Ef
ráða má af líkum, þá hafa þau leyst mesta vandaverk
foreldranna vel af hendi: að fullnægja trúarþörf barnsins
svo, að það snúist til hinnar fullkomnustu hlýðni, sem
vér þekkjum.
Segja má, að þetta hafi verið og muni æfinlega verða
hið eiginlega hlutverk trúarbragðakenslunnar á öllum öld-
um. Vér skulum láta hugann nema staðar við það í dag.
Allar siðaðar þjóðir reyna að sjá æskulýðnum fyrir
einhverri fræðslu í þessum efnum. Lengst af hefir hún
verið talin mikilvægari en öll önnur fræðsla, og meiri
áherzla á hana lögð en nokkura aðra fræðslu, en oft
hefir það verið gert óskynsamlega og með litilli þekking
á barnseðlinu. Sjálfsagt má lýsa því með margvíslegum
hætti, hvað séu trúarbrögð, en æfinlega verður sú skil-
greiuing að fela i sér afstöðu vora til þess meginafls, sem
alheiminum ræður. Nýlega hefi ég séð þeirri hugmynd
lýst svo frá almennu sjónarmiði nútíðarmannsins, að trú-
arbrögðin séu það afl, sem tengir hið göfugasta í mann-
inum við hið göfugasta í alheiminum. Hvort sem vér
hugsum oss þetta hið göfugasta í tilverunni svo sem per-
sónulegan guð eða sem ópersónulegt lögmál, þá sé eitt-
hvað af æðsta eðli þess fólgið í manneðlinu. Allir menn
hafi fundið til þess, hvílíkt sé afl þessara sanninda, á
hvaða menningarstigi sem þeir hafi staðið. Og þegar þeir
hafi staðið andspænis hinu lægsta í sínu eigin eðli, með
þeim ódrengskap eða ósvinnu, sem er í fylgd með því,
þá hafi þeir krafist andstæðunnar við það. í því sé trúin
fólgin — hún sé hátíðleg fullyrðing þess frá djúpi manns-
hjartans, að maðurinn sé göfugur í insta eðli sínu, en