Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 82
Prestaféiagsritið. Hlutverk trúarbragðakenslnnnar.
77
og unglinga fyrir almætti og vísdómi guðs. Náttúran öll
getur orðið oss dásamlegur spegill, þar sem horfa má á
mynd skaparans frá ýmsum hliðum. Því nánara samlífi
sem unglingar lifa við náttúruna, því betra meðal getur
sú fræðsla, er þar fæst, orðið til þess að vekja hið góða
í þeim sjálfum og fegurðarsmekkinn, en þá ætti vissulega
að mega nota þá fræðslu til að tengja hið bezta í sjálf-
um þeim við guð sjálfan, því að hann nær yfir alt hið
fagra í náttúrunni og er ekki fjarri neinu af því. Alt lifir
og hrærist í honum.
En vísast er slíkt eigi látið felast í trúarbragðakensl-
unni að áliti margra. Vér erum vönust að telja eigi til
hennar annað en nám ákveðinna bóka, auk bæna og
sálma eða sálmsversa. Og flestir líta nú svo á meðal vor,
að hún sé orðin hlutverk sérstakrar kennarastéttar lands-
ins. Mörgu heimilinu finst það eins konar léttir á sér, að
geta í því efni varpað ábyrgð sinni yfir á skólann. En
má svo nokkurn tíma fara? Verður það ekki stórtjón
þeirri fræðslu, ef hún á ekki æfinlega miðstöð sina og
arineld á heimili barnsins sjálfs? En hvar sem hún fer
fram, á hún að vinna að þessu: að vekja hið bezta í
eðli barnsins og tengja það við hið bezta í tilverunni.
Ég get ekki hugsað mér neina alvarlegri fræðslu en
þá fræðslu; hún ætti að hjálpa sérhverjum ungling betur
en nokkur önnur fræðsla í því, sem mestu varðar: að
þroska og móta lundarfarið og sveigja viljann til hlýðni
við alt, sem gott er og satt og heilagt. En sé oss það
'ljóst, hye háleit sú fræðsla er og hve mikið stendur á
henni, þá hlýtur það að vera samvizkumál allra þeirra,
er að henni standa, að beita við hana sem beztum með-
ulum. Mér finst ekki veita af að minna á, að þá geti
ekki á sama staðið, hvaða bækur eru notaðar við þá
kenslu. Að sjálfsögðu þarf að vanda sem best allar
kenslubækur. þær þurfa að vera svo fullkomnar og sannar
sem hverri kynslóð er frekast unt að láta þær vera.
En ekki ríður eins á, að nokkur kenslubók sé sönn og