Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 83
78
Haraldur Níelsson:
Prestafclagsritið.
einlæg og sú, er innræta á börnunum hugmyndina um
guð og hans hjálparráð og alt hið æðsta og göfugasta í
tilverunni. Ber oss ekki í þeim efnum að gæta þess vel,
að Iáta ekki ófullkomnar hugmyndir eldri tíma setja bletti
á sjálfa guðshugmyndina í augum hinnar uppvaxandi
kynslóðar? Ef vér játum, að Kristur sé leiðtogi vor til
guðs öllum fremur, ættum vér þá ekki að meta meira að
kenna hverju barni sem mest um hann og hvað hann
kendi — eftir því sem guðspjöllin segja oss frá — en að
láta börn læra utan bókar langar greinir um trúarlær-
dóma, löngu síðar saman setta í trúardeilum, sem auk
þess eru langt ofar skilningi barnanna? Ættum vér ekki
að kappkosta, að í þeim bókum bjóðum vér barnssálinni
ekkert nema hið sannasta og bezta, sem vér vitum í þeim
efnum? Megum vér halda áfram að láta gróðursetja hjá
börnunum þær skoðanir og trúarlærdóma, sem vér erum
sjálf vaxin frá, — skoðanir og trúarlærdóma, sem vér
trúum ekki lengur að lýsi hinu sanna? Verður ekki sú
kensla fyrst og fremst að fara fram „í ást á sannnleik og í
i sannleiks elsku“? En ég óttast, að þeir séu æðimargir
foreldrarnir, sem láta kenna börnunum kverið af gömlum
vana og fyrir tízku sakir, þó að þeir hafi tekið eftir því,
að slíkar kenslubækur veki leiða á því námi hjá börn-
unum, og þeir sjálfir hafi fyrir eigin reynslu litla trú á,
að slíkur lærdómur koini að verulegum notum. Vér verð-
um að gæta þess vandlega, að það nám og sú kensla
verði ekki leiðinleg. Flest börn hafa eitthvað af því sama
eðli, sem bjó í fylling sinni í Jesú 12 ára gömlum og lýsti
sér í þessu, er hann sat meðal lærimeistaranna, að hann
gerði hvorttveggja, að hlýða á þá og spyrja þá. Birtist
ekki trúarþörfin enn hjá börnunum í því, hve gjarnt þeim
er að spyrja um hið æðsta og bezta í tilverunni, um það,
er vér getum nefnt einu nafni guðlega hluti? Og hversu
snemma hlusta þau hugfangin á hið fegursta, sem vér
getum sagt þeim um guð og um hjálparráð hans veikum
og ófullkomnum mönnunum til handa? Finnast þér frásög-