Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 86
Prestafeiagsritíð. Hlutverk trúarbragðakenslunnar.
81
marga hjartanlega, sem hann orti, er kvæðið um móður
hans einna ógleymanlegast. Og ekki rís alda lotningar-
innar og þakklætisins eins hátt út af neinu í brjósti hans
og út af trúarbragðakenslunni, sem hann hlaut hjá henni
i moldarbænum.
»Pú bentir mér á, hvar árdags-sól
i austrinu kom með líf og skjól,
þá signdir þú mig og segir:
Bpað er guð, sem horfir svo hýrt og bjart,
það er hann, sem andar á myrkrið svart
og heilaga ásjónu hnegir««.
Það var hennar aðferð, til að kalla á hið bezta í
drengnum sínum og tengja það við hið bezta og göfugasta
í tilverunni. Og sonurinn vottaði eftir marga áratugi, að
sér hefði reynst þetta satt; og þeim yl, sem hún kom inn
í huga hans með fræðslunni, hafi afjörutíu ára tíma-
bik ekkij getað eytt með öllu. Sá neisti hafi staðist alla
sorg, allan efa, alt stríð og tál hans mæðufulla lífs. Hún
hefir ekki þurft að hlusta á kvartanir frá honum, er
hann fann hana aftur í musteri æðra heims, og það
vonum vér að honum hafi þegar auðnast. JÞví að vitnis-
burður hans hér á jörðunni var þessi:
»Ég hefl þekt marga háa sál,
ég hefí lært bækur og tungumál
og setið við listalindir;
en enginn kendi mér eins og þú
hið eilifa’ og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir«.
Þetta var það, sem hún kendi honum. Með þessu tengdi
hún hið bezta í honum sjálfum við hið bezta og göfug-
asta í tilverunni.
Sum af yður hafa heyrt amerísku stúlkuna Helen Keller
nefnda, sem hefir verið blind, heyrnarlaus og mállaus
mikinn hluta æfinnar, en lærði siðar að lesa með því að
þreifa um upphleypt letur með fingurgómunum, og loks
líka að tala, svo að hún lauk að lokum háskólaprófi blind
6