Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 87
82
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
og heyrnarlaus, og hefír nú ritað heilar bækur. Eitt hið
undrunarverðasta við þær bækur er, hve fagurt mál hún
ritar. En ástæðan til þess er sú, að hún var aldrei látin
lesa annað en bækur, sem ritaðar voru á góðu máli, og
heyrnarleysið hefir verndað hana frá því að heyra nokkur
ófógur orð af vörum mannanna. Með þeim hætti vaknaði
smekkurinn fyrir fegurð málsins. Skyldi ekki þetta hið
sama vera mikilsvarðandi í trúarbragðakenslunni? Vér
verðum að forðast að gróðursetja þær trúarhugmyndir í
sálu barnsins, er geta rýrt guðshugmyndina í augum
þess, þegar það vex og fer sjálft að gera sér grein fyrir
hlutunum. Slikt getur stórveikt hlýðnina við guð og hlýðn-
ina við alt hið göfugasta í alheiminum. Pað getur orðiö
til þess að fæla það frá að tengja hið bezta i sjálfu þvi
við hið göfugasta og bezta í tilverunni. Gleymum því ekki,
að barnið hefir ekkert annað að fara eftir, er mest á
reynir, í freistingum og þrautum, en hið bezta í sjálfu
sér. Það eitt getur fengið það til að hlýða sannleikanum
og réttlætinu og varðveitt það frá ginningum og tælingum
lifsins. Utan að lærð boðorð og trúarlærdómsgreinir stoða
lítið á slíkum stundum. Vér, sem eldri erum, þekkjum
það. Eini leiðarvísirinn, sem þá dugar og nokkuru ræður
um stefnuna, er hið bezta í sjálfum oss. Og því betur sem
það hefir fyrir einlæga trú tengst hinu bezta í alheimin-
um, því aflmeira reynist það og sigursælla.
f*ig kann að furða á því, að fátt skuli vera tekið fram
með jafnskýrum orðum í nýja testamentinu og þetta um
Jesú, að hann hafi tamið sér hlýðni — þessa höfuðdygð
barnsins. Hann var hlýðinn i bernsku. Guðspjallið f dag
tekur það fram: »Og hann fór heim með þeim og kom til
Nazaret og var þeim hlýðinn«. Hann tamdi sér hið sama
í blóma lifsins: að vera hlýðinn sannleikanum og rétt-
lætinu — öllu hinu bezta og göfugasta, en ekki fyrst og
fremst trúarlærdómum fyrri kynslóða; þeim reis hann
mörgum á móti; þeir lýstu ekki hinu bezta og göfugasta
í tilverunni. Nei, hann tamdi sér að gera guðs vilja. »Minn