Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 89
Prestafélagsritið.
SÆNSK GUÐFRÆÐI OG TRÚ.
Eftir Árna Sigurðsson, cand theol.
I.
Undir þessari fyrirsögn vildi ég gefa lesendum Presta-
félagsritsins dálítið yfirlit yfir trúmála- og guðfræðiumræður
þær, sem fram hafa farið í Sviþjóð síðastliðin tvö ár.
Þessar umræður gefa allgóða hugmynd um guðfræðilega
hugsun Svía, og bera jafnframt vott um þá alvöru og
prúðmensku, sem yfirleitt einkennir alla meðferð þessarar
frændþjóðar vorrar á trúmálunum. Og þó að þar gæti
allmjög skoðanamunar, virðist þó svo margt nýtt og at-
hyglisvert koma þar fram, að vel sé þess vert, að kynn-
ast því. Gæti það meðal annars verið oss bending um
það, að ræða þessi viðkvæmustu og hjartfólgnuslu mál
með samúð og virðingu fyrir skoðunum hver annars, en
þó með fullri festu og hreinskilni.
Hinar sænsku guðfræðiumræður voru bæði yfirgrips-
miklar, tóku til meðferðar því sem næst alla höfuðlær-
dóma hinnar kristilegu kenningar, og jafnframt djúptcekar,
þar sem þær gripu mjög inn i trúarlífið sjálft. Fær bera
þess Ijósan vott, að hinir leiðandi menn sænsku kirkj-
unnar hafa ekki mist sjónar á því, að kristileg kirkja á
samkvæmt hugsjón sinni að vera mönnunum andleg
móðir. Og ennfremur vottar hin almenna þátttaka í þeim,
að trúmálin, og það í kristilegri, evangeliskri merkingu,
eru ekki áhugamál lítils minni hluta, heldur hjartfólgið
mál hinnar sænsku þjóðar yfirleitt. Og loks sýna þessar
umræður, að frjálslyndið og samvizkusamleg vísindaaðferð
eru ráðandi í sænskri guð/rœði, jafnframt því sem nær-