Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 90
Prestafélagsritið.
Sænsk guðfræði og trú.
85
gætnin og skilningurinn á mismunandi andlegum þörfum
einstaklinganna veldur heilbrigðri gætni á /rúarsviðinu.
Sem einkunnarorð þessara umræðna yfirleitt virðist mér
vel mega setja orðin, sem standa gulli letruð yfir inn-
göngudyrum hátíðasalsins í Uppsala-háskóla:
y>Att tánka frilt er stort, men tánka rátt er större«.
II.
Umræðurnar hófust 1919 í sambandi við ritið »Det and-
liga nutidsláget och kyrkana, sem dr. J. H. sagði lesendum
Prestafélagsritsins frá í fyrra. Pær fóru fram í blöðum og
timaritum, og heilar bækur voru gefnar út af einstökum
mönnum. Og yfirleitt snerust þær að meira eða minna
leyti um grein þáverandi dócents, nú prófessors í kirkju-
sögu, Em. Linderholms, í nefndu riti. Segja má, að það
hafi verið hún, sem hleypti umræðunum af stað og mót-
aði þær. Greinin nefndist: »Frán dogmat till evangeliet«,
er alllöng, rituð af áhuga og fjöri, og, eins og dr. J. H.
getur um, mjög svo róttæk og gagngerð í frjálslyndi sínu.
Hvert er þá efni greinar þessarar? Með tilliti til þess,
að greinin lýsir ákveðnum vilja höf. um skipun trúmál-
anna, má orða spurninguna svo: Hvað er það, sem
höf. vill?
í sem styztu máli mætti segja: Höf. vill sameina og
samþýða guðfræðilega hugsun og kristilega lífsskoðun við
niðurstöður nútíma reynsluvísinda og sögulegrar gagnrýni
biblíunnar. Höf. finnur, að hann er nútímamaður, jafn-
framt því sem hann er kristinn maður, og hlýtur að vera
háður hugsun og vísindaþekkingu síns tíma. En vegna
þess að nútímaþekkingin kollvarpar mörgu því í menn-
ingu liðins tíma, sem enginn efaðist um fyr á öldum,
getur hann ekki annað en fundið sárt til þess, að hann
stendur á öndverðum meiði við fjölda hugmynda, sem
komist hafa inn í kenningakerfi kristindómsins og unnið
sér þar hefð. Honum er jafnframt þessu ljóst, að fjöldi
manna afrækist allan kristindóm vegna þessarar sömu