Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 94
Prestafélagsritið.
Sænsk guðfræði og trú.
89
öld, sem gerir Jesú Krist að guði, annari persónu heil-
agrar þrenningar, og lætur þannig sjálfan guðdóminn
taka á sig mannlega mynd, fæðast, líða, deyja og rísa
upp, alt í samræmi við síðgrískar og austrænar goðfræðis-
hugmyndir. í samanburði við hina hreinu og háleitu
eingyðistrú spámannanna og Jesú sjálfs má hinn kirkju-
legi kristindómur á þessu skeiði teljast ný trú. En þá
kom Lúther og siðbót hans, losaði trúna úr viðjum
kaþólskra mannasetninga og hjátrúar, og gaf mannsand-
anum aftur frelsi sitt. En Lúther nam staðar við Pál, og
siðbótarkirkjan tók við trúarlærdómaarfi móðurkirkjunnar.
Sú nýja siðbót, sem Linderholm telur vera í aðsigi, á nú
að fullkomna verk lútersku siðbótarinnar með því að
komast yfir gömlu kristfrœðina og Pál til Jesú sjálfs. t*essa
siðbót hefir nútíma-guðfræðin að vissu leyti undirbúið,
þó frekar í neikvæðri merkingu, þar sem hún hefir enn
ekki getað skapað samfelda og heilsteypta kristilega lífs-
skoðun.^á grundvelli hinnar almennu, viðurkendu reynslu-
þekkingar.
»Frán dogmat till evangeliet« þýðir því, að hverfa frá
Páli til Jesú, frá Krists-trúnni í gamalli merkingu og
Krists-dýrkuninni, til trúar Jesú Krists á guð og guðsríkið.
Við þetta glatast ekkert af því, sem dýpst séð hefir mest
trúargildi. Og hin fagra kenning Jesú brýtur hvergi í bág
við vísindaþekkingu nútímans, sé hún rétt skilin. Bend-
ingu um það gefa þeir mörgu afburðamenn að gáfum og
visindamentun, sem eru gersamlega fráhverfir kenningum
gamallar trúfræði, en lúta þó jafnframt í lotningu persónu-
legri tign Jesú Krists og hinum einfalda, en háleita boð-
skap hans.
Bæn og tilbeiðslu verður því að beina til guðs eins.
En hvaða gildi hefir þá persóna Jesú i þessari lifsskoðun?
a. Jesús er hinn nýi Adam (sbr. Róm. 5), maðurinn
eftir guðs hjarta, upphaf nýrrar kynslóðar. Hann varð að
koma til þess að fullkomna sköpunarverk guðs. En
það veitir huggun og bjargfasta von um framtið alls