Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 95
90 Árni Sigurðsson: Prest«félagsritið.
mannkynsins, vonina um, að það eigi alt að ná að »vaxa
upp til Kristsa. En jafnframt felst í því sú háleita krafa
að feta í fótspor hans. Einmitt vegna þess að hann er
fæddur eins og vér, leggur Iíf hans oss skyldur á herðar.
b. Jesús opinberar oss guð. »Pegar vér leitum vissu um
guð, leitum vér jafnan til vitnisburðar Jesú og styðjumst
við samband hans við guð«. Og sá, sem fundið hefir
föðurinn í lífi sínu, hlýtur að nema staðar við Jesú sem
þann, er hefir sýnt honum föðurinn. Jesús er sá, sem
með lífi sínu og dauða fullvissar manninn um veruleik
lifandi guðs, heilagt réttlæti hans og eilífa elsku. »Frá
engum streymir slíkur lifgunar-og frjóvgunarkraftur sem
honum«.
c. Jesús hefir dáið fyrir mannkynið. Eigi þó til þess að
»sefa reiði« guðs. Jesús er fyrst og fremst kominn til að
opinbera guð, en ekki til að sefa reiði hans. Og einnig á
krossinum opinberar Jesús guð, þar sem hann opinberar
það grundvallarlögmál, sem höf. tjáist finna hvarvetna í
mannlífinu, að saklaus líður fyrir sekan í einhverju
dularfullu og órjúfanlegu sambandi, sem höf. tjáist jafn
sannfærður um, þótt hann geti eigi lýst því. Jafnframt
því, sem höf. hér neitar öllu tali um »reiði guðs« og
»réttarlegar« kröfur hans á hendur mannkyninu, sést
það, að hann er í aðra röndina allraikill dultrúarmaður
(mystiker), og vill með engu móti neita því dularfulla
valdi, sem einmitt dauði Krists hefir jafnan haft yfir
mannssálunum.
Af því sem hér hefir sagt verið, leiðir, að höf. vill
láta breyta mörgu í kirkjunni, bæði í kristindómsfræðsl-
unni, kenningunni og guðsþjónustunni. Verða hér ekki
tök á að koma inn á það. En þó mun verða nánar
minst á afstöðu hans til postullegu trúarjátningarinnar í
niðurlagi greinar þessarar.