Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 96
Prestafélagsritið.
Sænsk guðfræði og trú.
91
III.
Þessi grein próf. Linderholms vakti feikna athygli um
alla Svíþjóð meðal andlega vakandi manna. Margir þökk-
uðu honum munnlega og bréflega einurð hans og hrein-
skilni. En fleiri munu þó hafa álitið, að hann hefði í
ákafa sínum gengið full langt. Og svo sem vænta mátti,
komst hann eklci hjá aðkasti margra, enda hafði hann
búist við því. í fyrirlestri sem hann hélt í háskólanum í
Uppsölum í aprílmánuði siðastliðnum, sagði hann meðal
annars frá þvi, að hann hefði fengið bréf frá mönnum,
sem ekki hikuðu við að telja hann verkfæri í hendi
djöfulsins. En slíkir voru fáir.
Hinsvegar sést það bezt á umræðunum um málið, sem
nú hófust og enn er ekki lokið, að enginn skipar sér
afdráttarlaust í flokk með próf. Linderholm. Annars mætti
skifta ritunum í tvo flokka. Hafnar annar flokkurinn —
og er sá stórum fámennari — allri sögulegri biblíurann-
sókn eða því sem næst, en þó framar öllu öðru jafn
frjáslyndri guðfræðiskoðun og Linderholms. Hinn flokk-
orinn, sem mun telja í flokki sínum nærfelt alla guðfræði-
kennara Svíþjóðar og hávaðann af klerkum sænsku kirkj-
onnar, vill miðla málum, en mun þó yfirleitt standa
Linderholm nærri í guðfræðiskoðunum, og það eigi sízt
Þeir, sem mest eru metnir. Hér á eftir mun ég nú reyna að
lýsa skoðun þessara tveggja flokka, eins og hún kemur fram
i þeim stærri, sjálfstæðu ritum, sem út hafa verið gefin.
Tímarita- og blaðagreinum um málið frá öllum hliðum —
°g tala þeirra er legíó — verð ég að sleppa hér.
Frá íhaldsstefnunni1) kemur hér til greina eitt aðalrit,
sem samið var gegn grein próf. Linderholms. Höf. þess er
Adolf Kolmodin, sem þá (1919) var prófessor í nýjatesta-
Qientisskýringu við Uppsalaháskóla. Er það nefnt y>Evan-
1) Nöfnin »gömul og ný guöfræði« eru óheppileg, og geta verið villandi, þar
sem liklegt má telja, að kristindómsskoðun hinnar svonefndu »nýju guðfræði«
se hin eldri og upprunalegri. Á. S.