Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 97
92
Árni Sigurðsson:
Preslafélagsritið.
gelii sanningn, og ber undirtitilinn: »Den liberalt-radikala
teologiens sammanstörtande«. Eins og nafnið bendir til, vill
höfundurinn sýna fram á, að guðfræði eins og Linder-
holms sé að hrynja til grunna af eigin völdum. Hann er
í engum vafa um, hvar eldri guðfræðin eigi sitt varnar-
þing. Þar sem Linderholm heldur fram mótsögninni milli
trúar Jesú sjálfs annarsvegar, og kenningar Páls postula
um Krist hinsvegar, verður það fyrir Kolmodin aðal-
atriðið að sanna hið gagnstæða, nefnilega að kenning Páls
sé í fullu samræmi við fagnaðarerindi Jesú, og aðeins
nánari fræðileg útlistun þess. Honum ríður þvi á að sanna,
að fagnaðarerindið sjálft hafi ekki breyzt í meðförunum
vegna síðgriskra eða yfirleitt heiðinna hugsanaáhrifa í guð-
fræði Páls.
Páll hefir haldið því fram sem »aðalgrein« fagnaðarerindis
sins, að »Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritn-
ingunum, og hann var grafinn, og að hann er upprisinn
á þriðja degi samkvæmt ritningunum« (1. Kor. 15, 3. n.).
Hér í er kristindómurinn fólginn, og trúarlærdómarnir
gömlu og gildu (det klassiska dogmat) eru yfirlýsing og
játning kristinna manna um þessar grundvallarstaðreyndir
friðþægingarinnar og upprisunnar. Nú getur þessi »aðal-
grein« ekki verið ávöxtur neinna sérstakra áhrifa í trúar-
legri hugsun Páls, með því að innihaldið í kenningu Péturs
postula á hvítasunnudaginn fyrsta, rétt eftir upprisu Jesú,
sé hið sama. »Siðgrisk áhrif« gátu þó ekki haft áhrif á
kenningu Péturs, hins óbrotna alþýðumanns, á svo skömm-
um tíma. Pað er sálfræðileg og söguleg »fjarstæða«. Og
að orð beggja, og þá einnig Péturs, séu óhögguð og jafnvel
orðrétt til vor komin, virðist hann ekki efast um. Ber
þetta vott um, að höfundi sé harla óljúft að beita hinni
sögulegu vísindaaðferð við skýring ritningarinnar, að m. k.
við Postulasöguna. En honum er þetta ekki nóg. Með því
að vitna samtímis og jöfnum höndum i ýmsa ritningar-
staði í samstofna guðspjöllunum og Jóhannesar guðspjalli,
hygst hann geta sannað, að sjálfur Jesús hafi, »ótvírætt