Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 106
Prestafélagsritið.
BÆNALÍF JESÚ OG KENNING UM BÆNINA.
Eftir S. P. Síverísen. — Synóduserindi 1921.
Á síðaslliðnu ári átti ég tal við einn af prestum vor-
um, sem hér var þá á ferð. Við töluðum um trúarástand
islenzkra safnaða, sérstaklega safnaða þeirra, er hann
þekti bezt til. Var lýsing prestsins dapurleg. Hélt hann
því meðal annars fram, að bænin til guðs væri mjög van-
rækt hjá alþýðu manna, þar sem hann þekti til, og að
almennast myndi vera, að menn bæðu alls ekki daglega,
aðeins við sérstök tækifæri, þar sem um nokkra bæn
væri að ræða.
Mér þóttu þessar fréttir æði raunalegar, og átti erfitt
nieð að hugsa mér, að bænin til guðs væri að hverfa úr
Hfi nútíðarkynslóðarinnar íslenzku, enda hafði prestskapar-
reynsla mín bent mér til hins gagnstæða. Ég talaði við
ýmsa um þetta og bar mönnum ekki saman. Voru sumir
bjartsýnir, aðrir svartsýnir. Beztar lýsingar á ástandinu
hér á landi þóttist ég fá hjá presti, sem kynst hafði söfn-
uðum bæði sunnan og norðanlands. Áleit hann að ýmsir
þeirra manna, er lent hefðu í vantrúar- og efnishyggju-
aldarandanum eftir 1880, myndu enn vera »kaldir á hjarta«
°g bænarlitlir, en annars væri virðing fyrir bæninni hjá
alþjóð manna og vaxandi áhugi hjá yngri kynslóðinni. Þó
væri í ýmsu breyting orðin á bænum manna, meðal ann-
ars horfin festan í bænarvenjum, og bænir ekki með þeirri
reglu, sem áður var, en jafnframt taldi hann ýmislegt
benda í þá átt, að meiri einlægni einkendi bænir manna
en oft hefði átt sér stað áður, og þær að verða and-
legri.