Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 107
102
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Öllum mun oss vera Ijóst, að hér sé um mjög alvarlegt
mál að ræða, málefni, sem mikilsvert sé að athuga frá
sem flestum hliðum og réttur gaumur gefinn.
Ein hlið þess máls er rétt og nákvæm þekking á ástand-
inu í þessum efnum hjá nútímakynslóðinni íslenzku. Þar
þekkir hver yðar bezt ástandið í sínum söfnuðum og hjá
sínum nánustu, en fáir munu svo kunnugir á öllu land-
inu, að réttan og ábyggilegan dóm geti felt um ástandið
alment. Slíkur dómur yrði að byggjast á vitneskju og
skýrslum frá fjölda manna víðsvegar um land.
Önnur hlið málsins er gildi bænarinnar og áhrif alment
og athugun skilyrða þeirra, er bænheyrsla hefir reynst
bundin. Má af slíkri yfirvegun gera sér hugmynd um,
hvað í húfi sé fyrir hvern mann og hverja þjóð, ef bænar-
lífið kólnar, að ég ekki tali um ef hugsanlegt væri að ein-
hver þjóð á einhverju timabili algerlega misti skilning á
gildi og nauðsyn bænrækninnar. Einnig getur slík íhugun
leitt menn til skilnings á því, í hvaða stefnu bænir þeirra
eigi að þroskast.
Priðja hlið málsins snertir alt það, er að framkvæmd
þessa mikilvæga trúaratriðis lýtur. Par kemur til athug-
unar hvað hægt sé að gera til þess að hafa áhrif á bæna-
lif einstaklinga og safnaða, hver ráð séu líklegust og
sigurvænlegust til að vekja áhuga manna fyrir nauð-
syn bænarinnar og sannfæringu fyrir blessun hennar, og
hvernig bert muni reynast að sá í barnshjörtun og í hjörtu
uppvaxandi kynslóðar, svo að bænrækni fari vaxandi
með þjóð vorri, og það með réttu hugarfari og í rétt-
nm anda.
Það væri merkilegt og þarft rannsóknar- og íhugunar-
efni, að skoða bænina sem itarlegast frá öllum þessum
þremur hliðum, sem ég hér hefi minst á.
Eitt virðist þó nauðsynlega þurfa að vera undanfari
slíkra rannsókna frá sjónarmiði kristins manns. Pað er
athagun þess, hvernig Jesús Kristar sjálfur bað og hvað
hann kendi um bœnina.