Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 109
104
S. P. Sívertsen:
Prestafclagsritið •
er sagt frá því i Lúkasarguðspjalli (um 13 siuuum), þá i
Markúsar og Matteusar, eu sjaldnast i Jóhannesarguð-
spjalli. Þess er þó að gæta, að frá sama viðburðinum
segja stundum tvö eða fleiri guðspjöllin, og verða atriðin
þvi færri í raun og veru. Mér skilst, að þegar þessa sé
gætt, megi telja staðina i guðspjöllunum rúmlega tultugu,
er segi oss frá Jesú á bæn eða dragi upp fyrir oss myndir
af bænalífi hans.
Þessar myndir ætla ég mér að rifja upp fyrir yður.
Fyrst vil ég minna á tvœr frásögur guðspjalla vorra, er
segja frá þvi er gerðist á hátiðlegum og áhrifarikum stund-
um i lifi Jesú, efiir að hann hafði beðist fgrir. — Önnur
frásagan er um skirn Jesú. Segja öll þrjú fyrstu guðspjöllin
frá þvi, er þá gerðist. Verður að álíta, að Jesú hafi á
þessari hátíðlegu stundu orðið ljóst, að hann væri hinn
fyrirheitni Messías, er þjóð lians vænti. Frá sér numinn
fær hann vitrun, er sannfærir hann um þetta. Lúkasar-
guðspjall eitt getur um bæn Jesú í því sambandi. Segir
það, að þegar Jesús hafi verið að gera bæn sína, hafi
himininn opnast, heilagur andi stigið niður yfir hann og
röddin komið af himni: »Þú ert minn elskaði sonur, á
þér hefi eg velþóknun«. — Hin frásagan skýrir frá öðrum
merkilegum atburði í lífi Jesú, þegar hann ummyndaðist
á fjaltinu að lærisveinum sínum Pétri, Jakobi og Jóhannesi
ásjáandi. Öll þrjú fyrstu guðspjöllin segja líka frá þeim
atburði, en aftur er það Lúkasarguðspjall eitt, sem skýrir
frá bæn Jesú í því sambandi. Segir það, að Jesús hafi
farið upp á fjallið til að biðjast fyrir. »Og er hann var
að biðjast fyrir, varð útlit ásjónu hans annað, og klæði
hans urðu ljóinandi hvit« o. s. frv. (9, 28. nn.).
í fyrsta kapítula Markúsarguðspjalls eigum vér merki-
lega lýsingu á starfsemi Jesú dag einn norður í Kaper-
naum í Galíleu. Hann gekk inn í samkunduhús bæjarins
og kendi, læknaði því næst sjúka og var umkringdur af
mannfjölda, sem leitaði hjálpar hans fram á kvöid. Seint
og síðar meir getur hann unt sér hvíldar eftir blessunar-