Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 110
Prestafélagsritid*
Bænalif Jesú.
105
rikt dagsverk. En hann hvilist ekki lengi. Árla, löngu fyrir
dögun, fór hann á fætur og gekk út og fór á óbygðan
stað og baðst þar fyrir og var á bæn unz lærisveinar hans
fundu hann til þess að segja honum, að allir væru að
leita hans. — Vér sjáum af þessari morgunbœn Jesú, hvað
það er, sem honum var ríkast i huga, áður en hann byrj-
aði dagsverk sitt. Það var að tala í einrúmi við föðurinn
himneska og fá hjálp frá uppsprettu kærleikans og mátt-
arins til dagsverksins, sem í vændum var.
í sambandi við þá frásögu má benda á það, sem guð-
spjöllin segja frá bœnum Jesú áður en hann tók mikils-
varðandi ákvarðanir og þegar hann var i annríki daglegu
starfanna. Um það eigum vér fimm frásögur. Ein þeirra
skýrir frá vali postulanna tólf. Það er Lúkasarguðspjal),
sem segir frá bæn Jesú á undan því mikilsverða vali.
Það kemst svo að orði: »En svo bar við um þessar
mundir, að hann fór út til fjallsins, til þess að biðjast
fyrir, og var alla nóttina á bæn til guðs. Og er dagur
kom, kallaði kann til sin lærisveina sina og valdi tólf af
þeim, sem hann einnig kallaði postulacc (6, 12. n.). —
Önnur frásagan er um þá mikilsverðu ákvörðun Jesú, að
hann berlega gaf lœrisveinum sinum til kynna, að hann
vœri Messias. Það gerðist lengst norður í landi, við Sesareu
Filippí. Þar lagði Jesús spurningar fyrir lærisveina sína
um álit fjöldans og álit þeirra sjálfra á þvi, hver hann
væri. Og þegar Pétur svaraði fyrir sjálfan sig og hina
lærisveinana: »Pú ert hinn Smurðicc, þá viðurkennir Jesús,
að þessi skilningur Péturs sé réttur, en lagði ríkt á við
lærisveina sína að segja engum neitt um þetta. Öllum
þremur fyrstu guðspjöllunum kemur saman um aðal-
atriðin í þvi, sem þarna gerðist, en það er aftur Lúkasar-
guðspjall eitt, sem segir oss frá bæn Jesú að þessu sinni.
Skýrir það svo frá, að Jesús hafi verið einn saman á
bæn og lærisveinar hans bjá honum, og hafi hann þá
lagt fyrir þá þessar nefndu spurningar (9, 18. n.). — Þá
skýrir Markúsarguðspjall frá bæn Jesú, er hann lœknaði