Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 111
106
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
daafdumba manninn fyrir norðan Galíleuvatn, með svo-
feldum orðum: »Og hann leit upp til himins, andvarpaði
og segir við hann: Eífata! Pað er: opnist þú« (7. 31. nn.).
— Frá bæn Jesú við gröf Lazarusar skýrir fjórða guð-
spjallið á þessa leið: »Jesús hóf upp augu sín og mælti:
Faðir, eg þakka þér, að þú hefir bænheyrt mig. Eg vissi
að sönnu, að þú ávalt bænheyrir mig, en vegna mann-
fjöldans, sem stendur hér umhverfis, sagði eg það, til þess
að þeir trúi, að þú hafir sent mig« (11, 41. n.). Matte-
usarguðspjall segir söguna um börnin, er menn komu með
til Jesú, til þess að hann skyldi snerta þau, á þá leið, að
þau hafi verið fœrð til hans, til þess að hann skyldi leggja
hendur yfir þau og biðja (19, 13.). En Markús endar frá-
sögu sína um þetta með alþektu orðunum: »Og hann tók
þau sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau«
(10. 16.).
Tvívegis, auk þess, sem þegar er greint, skýra guð-
spjöllin frá því, að Jesús hafi leitað einveru, til þess að
geta beðist fyrir i nœði, eftir að hann hafði gert máttarverk
sin. Aðra frásöguna eigum vér Lúkasi að þakka. Pað er
eftir lœkningu likþráa mannsins, sem líka er sagt frá í
fyrsta kapitula Markúsarguðspjalls. Lúkas endar frásögu
sína með orðunum: »En sjálfur dró hann sig út úr til
óbygðra staða og var þar á bæn« (5, 16.). — Hin frá-
sagan er um bæn Jesú, eflir að hann hafði mettað fimm
þúsund manns. Bæði Markús og Matteus segja svo frá, að
Jesús hafi þá sent lærisveina sína yfir um Genesaret-
vatnið til Betsaída. »Og er hann hafði komið mannfjöld-
anum frá sér, fór hann einn saman upp á fjallið, til þess
að biðjast fyrir« (Matt. 14, 23.).
Frá borðbœnum Jesú skýra heimildir vorar nokkrum sinn-
um. — Frá mettun fimm þúsund manna skýra öll guðspjöllin
og segja, að Jesús hafi litið upp til himins, blessað og
brotið brauðin, eða gert þakkir, eins og Jóhannesarguð-
spjall orðar það. Á líkan hátt skýra tvö fyrstu guðspjöllin
frá mettun fjögur þúsund manna. Markús segir, að Jesús