Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 112
Prestafélagsrilið.
Bænalíf Jesú.
107
hafi tekið brauðin sjö, gert þakkir og brotið þau og rétt
lærisveinum sínum, og síðan blessað smáfiskana og boðið
að einnig þá skyldi fram bera. — Við páskamáltíðina á
hið sama sér stað. Jesús tók brauð, blessaði og braut það,
og hann tók bikar, gerði þakkir og gaf þeim. — í frá-
sögunni um Emmausgöngu lœrisveinanna að kvöldi páska-
dagsins segir Lúkasarguðspjall frá því, að augu lærisvein-
anna tveggja hafi opnast og þeir þekt Jesú, er hann sat til
borðs með þeim og tók brauðið, blessaði og braut það
og fékk þeim. Af þeirri frásögu má ráða, hversu minnis-
stæður þessi bænarsiður Jesú við máltiðir hefir verið læri-
sveinum hans.
Lúkasarguðspjall, ásamt fyrsta guðspjallinu, skýrii frá
lofgerðarbcen Jesú, er hann glaður í heilögum anda bað:
»Eg vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú
hefir hulið þetta fyrir spekingum og hyggindamönnum, og
opinberað það smælingjum. Já, faðir, þannig varð það,
sem þér var þóknanlegt« (Lúk. 10.; Matt. 11.).
Frá Lúkasarguðspjalli þekkjum vér orðin, er Jesús eftir
siðustu páskamáltíðina sagði við Pétur um fgrirbœn sína
fyrir honum: »Símon, Símon, sjá, Satan krafðist yðar, til
að sælda yður eins og hveiti; en eg hefi beðið fyrir þér, til
þess að trú þín þrjóti ekki, og styrk þú bræður þína,
þegar þú síðar ert snúinn við« (22, 31. n.).
Eftirtektarverð er Igsing sama guðspjalls á atvikunum er
oð þvi lágu, að Jesús kendi lœrisveinum sinum »Faðir vor«.
Óskin um að læra af Jesú að biðja, vaknaði 1 huga læri-
sveinsins við að sjá meistarann sjálfan biðja. Guðspjall-
inu segist svo frá: »En svo bar við, er hann var á stað
nokkrum að biðjast fyrir, að einn af lærisveinum hans
sagði við hann, þá er hann var hættur: Herra, kenn þú
oss að biðja, eins og Jóhannes kendi lærisveinum sínum.
En hann sagði við þá: Er þér biðjist fyrir, þá segið:
Faðir« o. s. frv. (11. kap.).
Þá er eftir að minnast á bcenir Jesú á alvarlegustu og
erfiðustu stundum lifs hans.