Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 113
108
S. P. Sívertsen:
Preslafc-lagsritid.
Lærdómsrík og ógleymanleg er frásagan um bæn bans
í Getsemanegardi. Hann ávarpar þar guð sem föðurinn,
er alt sé mögulegt. Bænin sjálf er aðeins ein, sú að guð
taki bikarinn frá honum, og bænina endar hann með
því að fela föðurnum alt: »þó ekki sem eg vil, heldur
sem þú vilt«.
í öllum þremur fyrstu guðspjöllunum er í aðalatriðum
sagt eins frá Getsemanebæninni. En í fjórða guðspjallinu
er aðeins óbeinlínis á hana minst, og þar er bænin: »Faðir,
ger nafn þitt dýrlegt« (12, 27.).
í fjórða guðspjallinu er aftur á móti löng bæn, er Jesús
biður fyrir sjálfum sér og lærisveinum sínum áður en
hann skilur við þá og gengur móti kvölum og dauða,
ceðstaprestsbœnin svonefnda. Er bæn þessi yndislega hátið-
leg og fögur, en margt bendir til þess að höfundur guð-
spjallsins hafi að ýmsu leyti mótað orðalag hennar.
Frá bænarorðum Jesú í kvölum á krossi segja þrjú
fyrstu guðspjöllin, þó ekki með sama móti.
Fyrstu tvö guðspjöllin skýra frá átakanlega andvarpinu:
»Guð minn, guð minn, hvi hefir þú yfirgefið mig?« En
frá Lúkasarguðspjalli þekkjum vér, hvernig »óvinum
friðar blíður bað brunnur miskunarinnar« með orðunum:
»Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir
gera«, — og andlátsorðin: »Faðir, í þínar hendur fel eg
anda minn!«
Petta sama guðspjall dregur loks upp fyrir oss fögru
myndina a/ Jesú upprisnum, er hann i síðasia sinni birtist
lœrisveinum sinum. »Og hann fór með þá út í nánd við
Betaníu, og hann hóf upp hendur sínar og blessaði þá.
Og meðan hann var að blessa þá, skildist hann frá þeim
og varð uppnuminn til himins«. —
Ég hefi aðeins rifjað upp fyrir yður það, sem þér þekkið,
til þess að hœgt sé að gera sér þess grein, hvað einkent
hafi bœnir Jesú.
Pað, sem fyrst hlýtur að vekja aðdáun vora, er vér
hugsum um það, sem guðspjöllin segja oss um bænalíf