Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 115
110
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritid.
um sér«, »ekki megna eg að gera neitt af sjálfum mér«,
»sá, sem sendi mig, er með mér; ekki hefir hann látið
mig einan, því að eg geri ávalt það, sem honum er þókn-
anlegt« (5. og 8. kap.).
í huga ílestra trúaðra manna, sem i einlægni þrá að
gera guðs vilja, hygg ég að vanmáltartilfinningin sé einna
ríkust. Þeir finna með sorg til veikleika síns, bæði í bar-
áttunni við eigið lægra eðli og í kærleiksviðleitni sinni
öðrum til heilla. Alt í veikleika, og þó langar þá til að
geta tekið undir með postulanum Páli og sagt, að máttar-
inn fullkomnist í veikleika og að náð guðs við þá hafi
ekki orðið til ónýtis.
Fyrir alla slíka menn er afargagnlegt að gera sér ljóst,
hvernig það lögmál bœnhegrslunnar sé, sem birtist í lífi
Jesú og sem síðar hefir birzt hjá þeim af lærisveinum
hans, sem bezt hafa beðið í hans anda.
Því að naumast getum vér nútímamenn efast um, að um
eitthvert lögmál sé hér að ræða. Oss skilst, að andlegu
gæðin séu skilyrðum háð frá vorri hálfu, engu síður en
nautn tímanlegra gæða. Oss skilst, að náð guðs sé skil-
yrðuin bundin frá vorri hálfu, þótt hún frá guðs hendi
standi öllum til boða. Pess vegna er svo nauðsynlegt að
gera sér ljóst, hver skilyrðin séu.
Vér snúum oss þá að bæn Jesú og spyrjum: Hvers
vegna streymdi blessun og máttur inn í lif Jesú og frá hon-
um til annara fyrir bœn hans? Hvers vegna reyndi hann
á hærra stigi en aðrir bænheyrslu himneska föðurins?
Hvers vegna gat hann fyrir bæn sína öölast frá alheims-
elskunni þann kærleiksmátt, sem vér þráum, en finpt vér
oft fá svo lítið af? Hvert var það hugarþel, er hann átti,
og sem opnaði sálu hans fyrir áhrifunum að ofan á þann
hátt, að um hann mátti segja, að i honum byggi öll fyll-
ing guðdómsins likamlega (Kól. 2, 9.)?
Pví betur, sem ég hefi um þessar spurningar hugsað,
því sannfærðari hefi ég orðið um, að það hafi verið þrenty