Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 116
Prestalélagsritið.
Bænalíf Jesú.
111
sem einkent hafi bænarhngarfar Jesó: Guðselskan, guðs-
traustið og hinn óeigingjarni mannkœrleikur.
Guðselskan skín út úr öllu því, sem oss er sagt um
bænalíf Jesú. Af því og öðru, sem oss er um hann sagt,
þykjumst vér hafa rétt til að álykta, að kærleikssamfélag
hans við guð hafi verið hið nánasta, einlægasta og inni-
legasta, sem nokkurn tíma hefir þekst hér á jörðu.
Guðstraustið birtist fegurst í Getsemanebæninni. í ang-
istinni miklu getur Jesús lagt alt á vald föðurins, svo
skilyrðislaust treystir hann honum. Og öll starfsemi Jesú
grundvallast á sannfæringunni um, að guð hafi sent hann
og sé því með honum í allri starfsemi hans.
Oeigingjarni mannkœrleikurinn birtist líka fagurlega í
bænum Jesú, eins og vænta mátti, þar sem öll starfsemi
hans var öðrum til heilla og blessunar, en aldrei miðuð
við eigin þægindi né upphefð. Hvergi kemur þó betur
fram það hugarþel kærleikans, sem stjórnaði bæn hans,
en þegar hann á krossinum biður: »Faðir, fyrirgef þeim,
því að þeir vita ekki, hvað þeir gera«. Fyrir eigingirni
vottar hvergi í lífi Jesú, en alstaðar kemur fram ástúðin
og djúpi kærleikurinn, jafnt til allra, sem á nokkurn
hátt vildu veita honum viðtöku.
Jesús stefndi með mennina að því háa takmarki, að
verða fullkomnir í kærleika, eins og himneski faðirinn
væri fullkominn í elsku sinni til allra.
Sjálfur átti Jesús það, sem hann benti óðrum á að
reyna að eignast. Sjálfur hafði hann eignast kærleiksþel
föðurins. Hann og faðirinn voru eitt í kærleikanum. Er
þá að undra, þótt bænir Jesú væru í samræmi við vilja
guðs og yrðu heyrðar.
»Gegnum Jesú helgast hjarla
í himininn upp ég líta má;
guðs míns ástarbirtu bjarta
bæði fæ ég að reyna’ og sjá;
hrygðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur pá«.