Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 118
Prestafclagsritið.
Bænalíf Jesú.
113
Innileika bœnarinnar brýnir Jesús alvarlega fyrir læri-
sveinum sínum i Fjallræðunni. Ekkert á að vera bæninni
fjarlægara en hræsnin. Ekkert er að dómi Jesú sannri
guðsdýrkun fjarlægara, en bænir fyrir siðasakir (sbr. Mark.
12, 40.). Orðin um, að þegar maður biðjist fyrir, eigi
hann að ganga inn í herbergi sitt og loka að sér, á auð-
vitað ekki að taka bókstaflega, eins og þar sé verið að
gefa ákvæði um hvar eigi að biðjast fyrir. Með þeim
orðum er lögð áherzla á hreinskilnina, á einlægnina í
bæninni. Bænin á að vera innileg. Öll andlaus endur-
tekning, allur þululestur, er að dómi Jesú ónytjumælgi,
sem ekki öðlast bænheyrslu. Bænin verður að vera hjart-
ans mál. Það er fagurlega tekið fram í orðum Jesú til
samversku konunnar, sem Jóhannesarguðspjall segir oss
frá: »Hinir sönnu tilbiðjendur skulu tilbiðja föðurinn í
anda og sannleika, því að faðirinn leitar einmitt slikra
tilbiðjenda. Guð er andi, og þeir sem tilbiðja hann, eiga
að tilbiðja hann í anda og sannleika«.
En að Jesú hafi legið rfkt á hjarta að sannfæra menn
um, að guðstraustið væri skilyrði fyrir því að menn gætu
öðlast bænheyrslu, sést bæði af berum ummælum hans
og lfkingum. Eftirtektaverðust af beinum ummælum eru
orðin f Markúsarguðspjalli: »Hvers sem þér biðjið og
beiðist, þá trúið að þér hafið öðlast það, og þér munuð
fá það« (11. kap.). Lik ummæli eru í Matteusarguðspjalli:
»Sérhvað það, er þér beiðist í bæninni trúaðir, munuð
þér öðlast« (21. kap.). Þá má benda á dæmisögurnar í
sérheimild Lúkasar um syfjaða vininn og rangláta dóm-
arann og ekkjuna (í 11. og 18. kap.). Jesús er ekki með
þeim dæmisögum að mæla með endurtekningu bæna,
heldur að hvetja alvarlega til að treysta drotni og þreyt-
ast ekki á að biðja, þótt bænheyrsla fáist ekki strax.
Hann sýnir með dæmum úr lifinu, hvílík fjarstæða það
sé, að efast um, að hinn kærleiksríki faðir á himnum
heyri bænir barna sinna. Hugsýki og kvíði séu því óþörf.
Mönnum sé óhætt að fela drotni alt, með öruggu trausti
8