Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 119
114
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
til náðar guðs. I*að leggur Jesús lærisveinum sinum á
hjarta með orðskviðunum alkunnu: »Biðjið, og yður mun
gefast; leitið, og þér munuð finna; knýið á, og fyrir yður
mun upplokið verða« o. s. frv. (Mt. 7. og Lúk. 11.). — í
þessu sambandi má einnig benda á dæmisöguna um Fari-
seann og tollheimtumanninn (Lúk. 18.).
Um nauðsyn þess að biðjandi maður eigi kœrleiksþel
til annara, eru ummælin i 11. kap. Markúsarguðspjalls
merkilegust. Þar stendur: »Og er þér standið og biðjist
fyrir, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern,
til þess að faðir yðar í himnunum einnig fyrirgefi yður
misgerðir yðar«. 1 sömu átt eru ummæli í Fjallræðunni.
Far er tekið fram, að elska mannsins til annara eigi að
vera svo víðtæk, að hann biðji fyrir þeim, sem ofsækir
hann, og berlega sagt, að sá, sem ekki vilji fyrirgefa öðrum
mönnum misgerðir þeirra, geti alls ekki vænst fyrirgefn-
ingar guðs.
Að bæn í Jesú anda verði heyrð, er hvað eftir annað
tekið fram i Jóhannesarguðspjalli. Nægir að minna á um-
mælin: »Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður,
þá biðjið um hvað sem þér viljið, og það mun veitast
yður« (15, 7.). —
Á efni bœnanna er lika minst i ummælum Jesú. Fáum
vér þar að vita, hvað það sé, sem kristnum mönnum
eigi að vera mest umhugað að biðja um. Það er um
hjálpræðið, guðsbarnalífið, þau andlegu gœðin, sem á
máli guðspjallanna ýmist eru nefnd guðsríki eða eilífa
lífið. »Leitið fyrst ríkis hans (þ. e. himneska föðurins) og
réttlætis, og þá mun alt þetta (þ. e. likamsþarfirnar) veit-
ast yður að auki« (Mt. 6. kap. og Lúk. 12.). 1 sömu átt
fara orðin í útsendingarræðunni, þar sem Jesús hvetur
lærisveina sína til að biðja herra uppskerunnar, að hann
sendi verkamenn til uppskeru sinnar, og ummælin um
gjöf heilags anda í Lúk. 11, 13.
Um lifsþcegindin, daglegu þarfirnar, sem maðurinn getur
ekki án verið, segir Jesús í Fjallræðunni, að himneski