Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 121
116
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
ingar. Og við bænina um fyrirgefningu syndanna er bætt
orðunum, sem hver sá, sem vill koma fram fyrir guð
í einlægni, verður að geta tekið sér í munn. En bænin
um að vera ekki leiddur í freistni, er beiðni um að varð-
veitast frá að falla í nýja synd. Bænin um daglegt brauð
er styzt, og því ólik síðari kirkjubænum, sem leggja
áherzlu á ytri lífsgæði. En það að þessi bæn er í »Faðir
vor« sýnir oss að Jesús mat jarðlífsgæðin þess virði, að
á þau væri minst í viðtali við föðurinn himneska.
»Faðir vor« endurspeglar líka það hugarfar, sem Jesús
vildi að væri dýpst gróðursett í sálu hvers biðjandi læri-
sveins síns, hugarþelið, sem vér höfum séð að einkendi
allar bænir hans: Guðselskuna, guðstraustið og óeigin-
gjarna mannkærleikann. Lotningarfull og innileg elskan til
guðs kemur þegar fram í ávarpinu og í fyrstu bæninni.
Pví að ekkert ávarp getur betur lýst hugarþeli kærleika og
lotningar en nafnið faðir. Og lotning birtist í orðunum:
»helgist nafn þitt«. Traustið til guðs birtist líka í föður-
ávarpinu. Með engu orði var betur unt að gefa það til
kynna. En orð hins óeigingjarna mannkœrleika leggur
Jesús lærisveinum sínum á hjarta, er hann kennir þeim
að biðja: »svo sem vér og höfum gefið upp skuldunaut-
um vorum«.
Bænin »Faðir vor« kemur því við þá strengina, sem við-
kvæmastir eru í hjarta trúaðs manns, og vekur þær til-
hnningar, sem sterkustum tökum þurfa að ná í biðjandi
mannssálu: Tilfinningar elsku til guðdómsins, lotningar
og trausts. Með elsku og lotningu er trúaðri mannssál
þar kent að krjúpa frammi fyrir föður sinum á himnum
og biðja hann bæði um hversdagslegu og æðstu gæðin.
Engin óþörf orð eru í bæninni, enginn kvíði eða órói
birtist þar, heldur örugt traust barnsins, er leitar til
föðurins, sem þekkir þarfir þess. Pess vegna er hjartnæmi
og kraftur þessarar bænar svo mikill. Ekkert hefir kristnin
framleitt er háleitara sé.