Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 123
Prestafélagsritið.
UNGIR í DROTNI.
Prédikun, flutt i Dómkirkjunni við setningu prestastefnunnar 1921,
eftir séra Porstein Briem.
»Ekki er svo, að eg hafi þegar náð því eða sé þegar fullkom-
inn, en eg keppi eftir þvi, ef eg skyldi geta höndlað það, með
því að eg er höndlaður af Kristi Jesú. Bræður, ekki tel eg
sjálfan mig enn hafa höndlað það; en eitt geri eg: eg gleymi
því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er, og
keppi þannig að markinu, til verðlaunanna, sem himinköllun
guðs fyrir Krist Jesú býður. Petta hugarfar skulum því allir vér
hafa, sem fullkomnir erum; og ef þér hugsið i nokkuru öðru-
vísi, þá mun guð einnig opinbera yður þetta; aðeins skulum
vér ganga þá götu, sem vér höfum komist á«. (Fil. 3, 12.—16.).
Með hálfum huga les ég þennan texta hér. Orðin eru
hverjum kristnum presti kær. Þau tala um það, sem hon-
um er nauðsynlegast, þau tala um vöxtinn í guði. En þau
eru betur til þess fallin, að hugsa um þau í einrúmi og
bæn, en til þess að tala út af þeim. Orðin fylla oss auð-
mýkt og blygðan. Og þegar vér blygðumst vor, verður
röddin lág og veik, og oss verður tregt um tungu. — En
auðmýktin og blygðanin er oss holl. Ef til vill hið allra
hollasta oss íslenzkum prestum, sem hér komum saman.
Vér erum allir vígðir hér á þessum stað. Vér höfum allir
kropið niður hér inn við altarið, er vér, með sama hug-
arfari og fermingarbarnið, játuðum að þjóna guði og
tókumst í Krists nafni á hendur það starf, sem fyrra
Tímóteusarbréfið kallar »fagurt hlutverk« (1. Tím. 3, 1.).
Og nú, er vér stígum hér fótum, spyrjum vér sjálfa oss,
hve mikið vér höfum afrekað og hve mikið vér höfum
vaxið i guði síðan. Og vér getum ekki, eða fæstir af oss,
borið höfuðið hátt.