Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 125
120 Þorsteinn Briem: Prestaféiagsritið.
hvort hann á sjálfur guðslífið, hvort hann er höndlaður
af Kristi. Hvort hann hinn fullkomni og heilagi hafi
snortið hann, hafi gagntekið sál hans og lagt þar frækorn
lifandi trúar. Um þetta spyr hver kristinn maður, sem
leitar sér sálubótar, um þetta spyr hver leitandi maður,
áður en hann snýr sér til prests síns, og um þetta spyr
hver einasti maður, vitandi eða óafvitandi, sem væntir
sér nokkurs andlegs gagns af sáluhirði sinum.
Er þá ekki ástæða til þess að vér einnig spyrjum oss
sjálfir þeirrar spurningar?
Oss nægir ekki að bera þá spurningu upp fyrir oss
einu sinni í eitt skifti fyrir öll. Vér verðum að gefa sjálf-
um oss svar við henni daglega. Og í hverri guðsþjónustu
þurfum vér að gefa söfnuði vorum, beinlinis eða óbein-
línis, svar við þeirri spurningu.
Ég þekki það úr eigin lífi, að jafnvel þótt vér höfum
lifað úrslitastundina í trúarbaráttu vorri og þá gengið
Kristi á hönd og gefið honum hjarta vort og verið heitir
og brennandi, þá getum vér orðið kaldir og sljóir, latir og ,
kærulausir, ef vér nokkra stund gleymum þessu, að Krists-
lífið er helg framför. Lífsfrækornið, sem drottinn leggur í
hjarta vort með trúnni, það hlýtur annaðhvort að vaxa
til meiri og þroskaðri trúar, eða það glatar lifskraftinum
smátt og smátt unz það deyr. Þetta, sem nefnt er að
standa í stað, það er ekki til þar sem líf er. Lítið á
lifandi grösin á jörðunni! Standa þau nokkurn tima í
stað? Nei — annaðhvort eru þau að safna lífskrafti úr
jörðunni og loftinu, eða þau eru að kyrkjast, missa eitt-
hvað af þeim lífskrafti, sem þau hafa þegar öðlast. Þó
oss kunni að virðast svo, þá standa þau aldrei í stað.
Alveg eins er því varið um vöxtinn í hjarta þínu, vöxt
lifsins í guði. Hætti trú vor að vaxa þá stendur hún ekki
í stað, hún glatar nokkru af lífskrafti sínurp. Og hún
getur dáið út eins og visið stráið. Visnu stráin á jörð-
unni samsvara einmitt dauðu trúnni í mannshjörtunum.
Og vér sem böfum lífað bæði brennandi og köld augna-