Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 128
Prestafélagsritið.
Ungir í drotni.
123
Eitt vaxtarskilyrðið er að vera allur og heill. Annað
vaxtarskilyrði er að starfa af ástnndan og stöðagleika. —
Störfin skapa manninn. Náttúran tekur sjónarhæfileikann
af dýrunum, sem altaf eru í myrkri. Og gnð tekur starfs-
hæfileikann af oss prestunum, ef vér notum hann ekki,
Ekkert er meira alvörumál fyrir sjálfa oss en þetta, að
ef vér liggjum á liði voru, þá visnum vér og verðum
smámsaman að lifandi líki í lest kirkjunnar, sem skips-
höfninni stendur ótti af og forðast. Ef til vill hefir Ibsen
m. a. átt einmitt við dauðu og starflausu prestana, þegar
hann kveður um þetta. Sannarlega koma þau einnig fram
á oss prestunum þessi orð:
»I*ótt guð gefi vængi, má binda við þá blý,
svo bannað verður flugið til himins yfir ský.
Æ, vald því ei sjálfur, því fár er flugsins þrot,
og farinn er hver andi, sem missir vængja not«.
Það er jaínaðarlegast ekki eitt, heldur margt, sem prest-
inum finst vera blý við vængi sína. Mörgum verður að
nefna fyrst hinar ytri hindranir. Það er baráttan fyrir
lífinu. Það er kuldinn og dauðinn í söfnuðinum, sem hann
á að vinna hjá. Og það er einangrunin, sem hver ís-
lenzkur prestur má telja eitt raesta mein, — og vér erum að
reyna að bæta úr með því að koma saman á kirkjufund,
einu sinni á ári hverju. — Þess eru og dæmi með þjóð
vorri, að prestar hafa varpað sér af öllum mætti og
huga að hinum veraldlegu starfsefnum, einmilt til þess
að verða eigi með öllu ónýtir sveit sinni og þjóð, þar
sem þeim virtist andlega starfið árangurslaust og von-
laust. En mun þá ekki presturinn að neinu leyti valda
þvi sjálfur? Mun hann ekki á neinn hátt hafa einmitt
sjálfur bundið blý við vængi sína? Sá prestur, sem les,
hann þarf ekki gersamlega að einangrast. Með bókunum
má ná kynningu við þá, sem athafnamestir og göfgastir
eru í heimi andans. Og kuldinn og dauðinn í mörgum
söfnuðum landsins, hann er ekki ósigrandi. — Þau orð
verða að segjast einmitt hér. — Mun ekki svipað um