Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 129
124
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
safnaðarkuldann og um kuldann í kirkjuhúsunum? Menn
hafa árum saman átt kirkju sína ofnlausa, og ekki hugsað
sér, að hægt væri að eiga þar hlýtt hús. En þegar vakið
er máls á nauðsyn hlýjunnar, þá er hitunin komin, oft á
sama ári, oftar eftir fá ár. — Það er fyrsta orðið, sem
vantar! — Og þegar ræða er um bót á andlega kuldan-
um, þá verður að ætlast til þess, að fyrsta orðið komi
frá prestinum sjálfum. Og þau orð mega ekki koma ein-
göngu í embættisnafni af prédikunarstól. þau verða að
betri notum, þegar presturinn er einn með sóknarbarni
sinu. Dæmi eru þess, að mesti og opinberasti guðs-
neitandinn í sókninni, hefir á heimleið frá kirkju setið
með presti sínum úti á víðavangi fram yfir sólaruppkomu
næsta dags, og eigi verið rætt um annað, en hvernig guð
verði fundinn. Trúarleysinginn fær ef til vill eigi þegar í
stað sagt eins og blindi maðurinn ungi, sem Jóhannesar-
guðspjall segir frá: »Eitt veit eg, að eg, sem var blindur,
er nú sjáandia. En ef hann segir: i>Eitt veit eg, að prest-
urinn minn trúir«, þá þurfum vér eigi að vanrækja störf
vor, af því að engu verði áorkað, og eigi heldur að van-
treysta því, ef vér sjálfir eigi gefumst upp, að hinn týndi
verði fundinn. það stendur að sumu leyti í sambandi við
hið bezta í vorum tima, að menn segja yfirleitt eigi trú
sína meiri, en hún er. Og dullyndi þjóðarinnar veldur
nokkru um, hve lítið er um trúmálin rætt, er menn hitt-
ast. Margur fer þvi með trúarumleitan sína eins og ást
sína. Hann segir eigi öðrum en vinum, sem hann treystir.
En ef hann getur sagt með sjálfum sér: »Eitt veit eg, að
presturinn minn trúir«, — og ef hann hefirjséð það og veit,
að hjarta þitt er höndlað af Kristi, þá kemur hann til
þín, ef til vill á förnum vegi, og biður þig einslega að
biðja fyrir sér og með sér. Og sá prestur, sem stendur í
bænarsamfélagi við, þó eigi sé nema eina móður í söfn-
uði sínum, vegna barns hennar, eða er beðinn þess af
manni, sem játar harðlyndi sitt, að minnast sin í bæn,
hann þarf ekki að láta safnaðarkuldann binda blý við