Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 130
Pr cstafélagsri tið.
Ungir í drotni.
125
vængi sína. Hann finnur, að þrátt fyrir alf, eru honum
syndugum og óverðugum að opnast ný lönd. Hann finnur,
að andi drottins kallar hann óverðugan til starfs i eilífu
ríki sínu.
Ekkert starf fer jafndult, sem þetta starf. Það er leynd-
armál prestsins og einstaklingsins, þó það komi síðar í
ljós, eins og ástin. Það er því ekki opinberlega rætt eða
þakkað. En ekkert handtak er jafnhlýtt, — engin þakk-
arræða er þyngri á metum, en blessunarorð þess sóknar-
barns, sem finnur, að leiðbeiningar og fyrirbæn prests
síns hefir hjálpað sér til að öðlast hina dýrustu auðlegð
lífsins. — Starfa því með stöðuglyndi og ástundan! Ver
til blessunar, og blessunin kemur aftur til þin margföld!
Ver allur og heill — og starfa með ástundan! Það eru
tvö vaxtarskilyrði. Haf gát á sjálfum þér. Pað er enn eilt
vaxtarskilgrði samkvœmt hirðisbréfinu fgrsta. Þegar menn
eru í hafvillum, þá verður það oft allri skipshöfninni til
bjargar, ef skipstjórinn kemur auga á einn bjartan stjörnu-
depil á himninum, sem hann þekkir og veit að hann má miða
við mælingu sína. Svo er og í trúarlífinu, að trú einstaklings-
ins byrjar oft á einu einasta atriði, sem hann fær reynslu
fyrir að er áreiðanlegt og óyggjandi. y>Eitt veit éga, er trú-
arupphafið hjá oss flestum. En ef drottinn hefir nú ætlast
til þess, að það verði upphaf trúarlífsins í söfnuði þínum,
að fyrst taki einn og síðan sá næsti eftir því, að þú eigir
guðslífið, þú sért höndlaður af Iíristi, og síðan nái allur
söfnuðurinn inn í höfn eilífrar dýrðar vegna þess, að hann
hefir séð þessa óyggjandi merki og getur sagt: eitt veit ég
— að presturinn minn trúir, — er þá ekki nokkurs
vert, að þú hafir gát á sjálfum þér? Ég þarf eigi hér að
taka fram alt, sem vér prestar þurfum og eigum að hafa
gát á hjá sjálfum oss. Vér finnum það bezt sjálfir, með
því að stinga hendi í barm. Ég vil því aðeins minna á
eitt: Haf gát á bœnum þinum! Haf gát á því, hvernig
þú í einrúmi gengur til skrifta fyrir drotni og hve oft
og einlæglega þú talar við konung þinn og frelsara. —